Blóm

  • kvenfelag banner1
  • kvenfelag banner2
  • kvenfelag banner3

Gættu beina þinna - Alþjóðlegur beinverndardagur

þann .

Í tilefni af alþjóðlegum beinverndardegi verður Beinvernd með opið hús í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.

Flutt verður fræðsluerindi um beinþynningu og forvarnir kl. 14:00 og spurningar/umræður á eftir. Erindið verður síðan endurflutt kl. 15:00 og kl. 16:00.

Beinþéttnimælingar (ómskoðun á hælbeini) verða á milli kl. 14:30 - 17:00. Boðið verður upp á kalkríkar veitingar.

Mætum, fræðumst og höfum gaman saman.

 

Húsfreyjan er komin út

þann .

Húsfreyjan tímarit Kvenfélagasambands Íslands er komin út.

 

Í þessu haustblaði er viðtal við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, þar sem hún fjallar um hundrað ára kosningaafmæli kvenna á síðasta ári og um baráttuna fyrir því að reisa styttu af, Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var til Alþingis.  Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambandsins fjallar um starf kvenfélagskvenna og sagt er frá þingi norræna kvenfélagskvenna í Vestmannaeyjum sem haldið var í sumar.

Ásdís Sigurgestsdóttir sér um handavinnuþátt Húsfreyjunnar og kynnir þar glæsilegar röndóttar lopapeysur sem án ef verða vinsælar á prjónunum í vetur.  Einnig er í þættinum fallegur jólaútsaumur.  Helena Gunnarsdóttir sér um matarþátt og er þar meðal annars með uppskriftir af bláberjaböku og hollum næturgraut. Sædís Ósk Harðardóttir sérkennari er í áhugaverðu viðtali þar sem bæði er fjallað um skólamál og skó og Jóhanna E. Pálmadóttir segir frá Prjónagleði á Blönduósi. Elín Káradóttir, ung kona sem býr í Hveragerði en alin upp í Hróarstungu á Austurlandi, svarar spurningum Húsfreyjunnar.  Fjallað er um félagsmál og skilvirka fundi, beinvernd, frystingu matvæla og frystitæki og Evrópsku nýtnivikuna svo eitthvað sé nefnt. 

Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum ári, í mars, júní, september og nóvember og er seld í áskrift hjá Kvenfélagasambandi Ísland, kvenfelag@kvenfelag.is, og einnig í lausasölu. Ritstjóri Húsfreyjunnar er Kristín Linda Jónsdóttir.

Saman gegn sóun, umhverfissýning í Perlunni9.-10. september

þann .

Umhverfissýning FENÚR og umhverfisstofnunar undir yfirskriftinni Saman gegn sóun fer fram 9. og 10. september í Perlunni. Kvenfélagasamband Íslands og fleiri félagasamtök verða á staðnum ásamt fjölmörgum fyrirtækkjum sem taka þátt í sýningunni þar sem þau munu kynna sínar vörur og hugsjón. Markmið sýningarinnar er að efla umhverfisvitund, minnka sóun og auka endurvinnslu. 
Samtökin halda ásamt Umhverfisstofnun úti vefnum matarsoun.is með fræðslu og hvatningarefni gegn matarsóun.

Sýningin opnar kl. 14.00 föstudaginn 9. sept og verður opin til kl. 18.00
kl. 14:30 flytur Sigrún Magnúsdóttir Umhverfis- og auðlyndaráðherra ávarap og setur sýninguna formlega:
Sýningin verður opin  laugardag 10. september kl. 12:00-17:30. 

Þetta verður sannkölluð fjölskylduupplifun.
Verið velkomin
Aðgangur er ókeypis.