Blóm

 • kvenfelag banner1
 • kvenfelag banner2
 • kvenfelag banner3

Norrænt þing Kvenfélaga í Vestmannaeyjum

þann .

 

110 norrænar konur tóku þátt í Norrænu sumarþingi kvenfélaga innan Nordens Kvinnoförbund, NKF, sem haldið var í Vestmannaeyjum dagana 17. -19. júní sl.  Eyjarnar allar og hafið umhverfis voru vettvangur fundarins en hefðbundin fundastörf og fyrirlestrar fóru fram í AKÓGES salnum.

Á þinginu tók Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ við formennsku í Nordens Kvinnoförbund, NKF, til næstu fjögurra ára.
Fundargestir komu til Eyja í sól og blíðu og var sigling umhverfis Eyjarnar áhrifamikil fyrir alla þátttakendurna. Líknarkonur í Vestmannaeyjum höfðu veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd í heimabyggð og buðu þær þingfulltrúum m.a. í kvöldmat í Líknarhúsinu.

Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar, tengdir þema þingsins um ”Lifað í sátt við náttúruna” voru á dagskrá þingsins og ályktað var um aðstæður fæðandi kvenna á landsbyggðinni.

Hátíðarfundur 19. júní, á Hallveigarstöðum kl. 15

þann .

 Félög kvenna á Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin á hátíðarfund sunnudaginn 19. júní kl. 15. Fundurinn er haldinn í samkomusal Hallveigarstaða að Túngötu 14.

Í ár er fundurinn helgaður forsetakosningum og eru gestir fundarins konur í framboði til embættis forseta Íslands: Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir og Hildur Þórðardóttir.

Glæsilegar kaffiveitingar eru í boði Hallveigarstaða.

Dagskrá fundar:

 • Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands opnar fund og stýrir
 • Dagný Ósk Aradóttir Pind flytur kveðju frá Kvenréttindafélagi Íslands
 • Elísabet Jökulsdóttir ávarpar fundinn
 • Guðrún Margrét Pálsdóttir ávarpar fundinn
 • Halla Tómasdóttir ávarpar fundinn
 • Hildur Þórðardóttir ávarpar fundinn
 • Jóhanna Pálsdóttir formaður Bandalags kvenna í Reykjavík slítur fundi

Fögnum saman 101 árs afmæli kosningaréttar kvenna, sunnudaginn 19. júní 2016!

Morgunverðarfundur - Saman gegn sóun

þann .

Fimmtudaginn 17. mars nk. verður haldin morgunverðarfundur á Hallveigarstöðum kl. 8:30 - 10:00.

Dagskrá fundarins:

 • Saman gegn sóun: Ávarp Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra.
 • Matarsoun.is: Ein vefgátt fyrir alla, Ingunn Gunnarsdóttir frá Umhverfisstofnun
 • Geta ný strikamerki stuðlað að minni matarsóun: Benedikt Hauksson frá GS1
 • Aðgerðir gegn matarsóun: Hulda Margrét Birkisdóttir frá Kvenfélagasambandi Íslands
 • Kynning á námsefni um úrgangsforvarnir: Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd

Fundarstjóri er Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri

Allir velkomnir og morgunverður í boði.

Til að áætla fjölda skal skráning send í tölvupósti til thorunn.elfa@uar.is fyrir klukkan 16:00 þann 16. mars 2016

Kvenfélagasambandið hvetur kvenfélagskonur til að fjölmenna á fundinn.