Blóm

  • kvenfelag banner1
  • kvenfelag banner2
  • kvenfelag banner3

54. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands

þann .

54. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands fór fram í Hallveigarstöðum 24. -25. mars sl.

Fundurinn hófst um miðjan dag á föstudegi og stóð til kl. 15 á laugardeginum. Þrátt fyrir að veður og færð hefðu mátt vera hagfeldari var fundurinn vel sóttur og sátu hann fulltrúar allra héraðssambanda KÍ nema eins.  Auk venjulegra aðalfundarstarfa þar sem farið var yfir skýrslu stjórnar og reikninga og starfsáætlun Kvenfélagasambandsins, kom félags og jafnréttisráðherra á fundinn og sagði frá helstu áherslumálum ráðuneytisins og fræddist jafnframt um starfssemi KÍ og kvenfélaganna. Þá kom Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu á fundinn og flutti fróðlegt erindi um jafnréttismál og sagði frá þvi sem er á döfinni á Jafnréttisstofu s.s. að Jafnréttisstofa hefur hlotið styrk frá ESB til að setja af stað verkefni gegn ofbeldi í nánum samböndum. Erindið var mjög fróðlegt og er Kristín tilbúin að koma á fundi kvenfélaganna með það.

Umsóknarfrestur Handverkshátíð 2017 rennur út 1. apríl

þann .

Handverkshátíðin í Eyjafjarðasveit er fyrir lifandi löngu orðin einn stærsti menningarviðburður á Eyjafjarðarsvæðinu jafnframt því að vera einn stærsti vettvangur handverksfólks og hönnuða á landinu. Handverkshátíðin verður nú haldin í 25. sinn. Í ár verður unnið með okkar ástkæra tré og verða sýningar, námskeið og uppákomur með tré í fararbroddi.Um 100 hönnuðir og handverksfólk selja fatnað, keramik, snyrtivörur, textílvörur, skart o.fl. sem oftar en ekki er unnið úr rammíslensku hráefni og fær hátíðin um 15-20 þúsund heimsóknir ár hvert.  Það verður eitthvað fyrir alla fjölskylduna dagana 10.-13.ágúst á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, 10 km sunnan við Akureyri.  Nánari upplýsingar er hægt að fá á handverk@esveit.is

Hér er hægt að sækja um:
Umsóknareyðublað

Norrænt bréf kvenfélaganna birt á degi Norðurlandanna

þann .

Norræna bréfið í ár skrifar Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Sigridur Bjork GudjonsdottirNordens kvinneförbund, NKF, er samband kvenfélaga á  Norðurlöndum. Árlega fær eitt af aðildarsamtökum landanna,  aðila í sínu heimalandi til að skrifa s.k. „Norrænt bréf“ um málefni sem er efst á baugi og og varðar félagsheildina. 

Norræna bréfið birtist í miðlum aðildarsamtakanna í tengslum við Dag norðurlandanna, 23. mars. 

Bréfið birtist í 1. tbl. Húsfreyjunar 2017

Sjá Norræna bréfið hér: