Fyrsta tölublað 2018 er komið út

Húsfreyjan er komin út – munið ljóðasamkeppnina!

Fyrsta tölublað ársins 2018 af Húsfreyjunni, sem er á 69 aldursári en þó síung, er komið út. Í blaðinu eru fólk hvatt til þáttöku í ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar sem nú stendur yfir, ætlar þú að taka þátt?

Á forsíðunni er hin magnaða Stella Guðmundsdóttir, áður skólastjóri í Hjallaskóla nú ferðaþjónustufrömuður í Heydal við Ísafjarðardjúp, margt skemmtilegt og gagnlegt hægt að læra af henni Stellu.

Í blaðinu er girnilegur matarþáttur unnin af Alberti Eiríkssyni þar sem meðal annars má finna dásamlega Döðluköku og Surimi og ostasalat. Í handavinnuþætti Ásdísar er prjónað á ungbörn og hekluð páskakarfa. Þar eru líka fróðlegar greinar um fataskápinn og fatasóun, inniloft og Druslugönguna og kvenfélög segja frá áhugaverðum verkefnum.

 

Húsfreyjan - tímarit

Túngata 14, 101 Reykjavik - Íslands

  552 7430
  husfreyjan@kvenfelag.is


kt.  610486-1269
Vsk. nr:  11442

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands