75 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands fagnað

Konur í Kvenfélagasambandi Íslands héldu upp á 75 ára afmæli félagsins með miklum glæsibrag á Hótel Sögu, þriðjudaginn 1. febrúar 2005.
Afmælishátíðin hófst klukkan 17:00 með fordrykk við undirleik Gunnars Gunnarssonar píanóleikara.
Margir góðir gestir mættu, færðu Kvenfélagasambandi Íslands veglegar gjafir og glöddust með kvenfélagskonum. Að lokinni afmælishátíð bauð Kvenfélagasamband Íslands til hátíðarkvöldverðar í Sunnusal, Hótel Sögu.
Veislustjóri var Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari, úr Kvenfélagi Garðabæjar.
Milli rétta fluttu ýmsir skemmtikraftar skemmtiatriði við góðar undirtektir matargesta. Einnig voru lesin upp skeyti og þakkarræður fluttar.

Heillaóskaskeyti bárust frá:
Forseta Íslands og frú
Sambandi Vestfirskra kvenna
Kvenfélagasambandi Norður-Þingeyinga
Kvenfélaginu Hvöt, Þórshöfn
Kvenfélagi Þistilfjarðar
Kvenfélaginu Freyju, Raufarhöfn
Kvenfélaginu Stjörnu, Kópaskeri
Kvenfélagi Öxfirðinga
Kvenfélagi Kveldhverfinga
Kvenfélaginu Sunnu, Súðavíkurhreppi
Konum í Kvenfélagasambandi Strandasýslu
Kvenfélaginu Nönnu, Neskaupstað

Einnig bárust kveðjur frá KÍ konum í :
Danmörku
Svíþjóð
Noregi og
Finnlandi

Þá voru starfandi kvenfélögum eldri en 100 ára veitt heiðursviðurkenning fyrir störf þeirra.

heidursskjol_x.jpg

 

Eftirfarandi kvenfélög hlutu viðurkenningu:
1869, Kvenfélag Rípurhrepps í Skagafirði 136 ára
1874, Kvenfélag Svínavatnshrepps í V.-Hún. 131 árs
1875, Thorvaldssenfélagið í Reykjavík 130 ára
1888, Kvenfélag Eyrarbakka 117 ára
1895, Hvítabandið í Reykjavík 110 ára
1895, Kvenfélag Sauðárkróks 110 ára
1985, Kvenfélag Húsavíkur 110 ára

Eva Björk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndir frá hátíðarkvöldverðinum

Ljósmyndari: Kristín Bogadóttir

EÞ/




forsetaskeyti_vefs.jpg
Smelltu á skeytið til að stækka það

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands