Samstarfsverkefni KÍ og UNICEF á Íslandi

sonja.jpgReykjavík, 21. febrúar 2005.

Til formanna kvenfélaga
innan héraðs- og svæðasambanda Kvenfélagasambands Íslands

Erindi:
Samvinnuverkefni UNICEF
Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og Kvenfélagasambands Íslands

Ágætu formenn.

Eins og ykkur mun flestum vera kunnugt þá hefur Kvenfélagasamband Íslands hafið samvinnu við UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi um verkefnið sem hefur fengið yfirskriftina “Ef þú menntar stúlkur , menntar þú heilt samfélag” Um er að ræða að safna fé til að kosta menntun ungra stúlkna í ríkinu Ginea-Bissá í Vestur-Afríku.
Kvenfélagasamband Íslands hefur ákveðið að haga samvinnunni á þann veg, að fara fram á það við kvenfélögin innan sambandsins að þau búi til brúður sem kvenfélögin gefa síðan til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem markaðssetur þær og selur til ágóða fyrir verkefnið.

Og hvernig á að fara að þessu:

1. Með því að sauma brúður eins og þær sem eru á myndunum og eftir sniðunum sem hér fylgja með. Litavali á fötunum ráðið þið sjálfar. Eins má búa til öðruvísi kjóla.
2. Kvenfélagskonurnar ráða hvaða brúður þær búa til af þeim sem eru á meðfylgjandi myndum.
3. Kvenfélögin gefa efnið og vinnuna
4. Kvenfélögin ráða hversu margar brúður búnar eru til og helst ekki færri en 10 brúður hvert félag.
5. Brúðurnar heita Marta, Katla, Sonja og svo “tvíburarnir” sem heita Stína og Toggi.
6. Brúðurnar verða að vera tilbúnar ekki síðar en 1. september 2005.
7. Fyrir ofangreind tímamörk verða þær allar að vera komnar til okkar á skrifstofu KÍ á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Sími 552 7430.
8. UNICEF á Íslandi pakkar inn brúðunum í þar til gerða gjafakassa.
9. UNICEF á Íslandi markaðssetur brúðurnar í verslunum á Íslandi og selur þær fyrir jólin 2005.

Sendum ykkur eitt eintak af hverju sniði sem gerir það að verkum að þið verðið að taka þau upp t.d. með sníða- eða smjörpappír.

Gott ráð: Upplagt er að nota í fyllingar stopp sem eru í gömlum koddum og sængum (ekki fiður) við brúðugerðina.

Hafið samband við okkur hér á skrifstofunni ef við getum aðstoðað ykkur í einhverju.
Síminn er 552 7430.

Með kærri kveðju og von um að ykkur gangi brúðugerðin vel og að þið hafið gaman af verkinu og ánægju af að styðja það forgangsverkefni UNICEF að vinna að fjáröflun á verkefninu um menntun stúlkna í Guinea-Bissau.

Kvenfélagasamband Íslands

Kristín Guðmundsdóttir
Framkvæmdastjóri KÍ

 

Myndir af dúkkunum

marta.jpg
Marta

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 




 Sonja

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

katla_sefur.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Katla sem bæði sefur og vakir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

toggi_og_stina.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tvíburarnir Toggi og Stína.

 

Ljósmyndari: Hjördís Edda Broddadóttir

KG/EÞ

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands