Vika 43 - vímuvarnavika 2008

Vímuvarnavika 2008 verður haldin fimmta árið í röð og stendur yfir dagana 19. - 25. október nk. eða í viku 43.  Framvegis verður þessi 43. vika ársins notuð til að kynna málefni vímuvarna á Íslandi og heitir þá verkefnið framvegis „VIKA 43“.

Vika 43 er vettvangur 20 félagasamtaka sem vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa forvarnir að markmiði starfs síns, til þess að vekja athylgi á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum:

- Skapa vettvang fyrir samstarf félagasamtaka um að vekja athygli á stefnumörkun í áfengis- og vímuefnamálum, einkum forvörnum.
- Varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og það starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka.
- Vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum.
- Virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs

Hvers vegna?
Neysla áfengis og annarra vímuefna raskar uppvexti og ógnar velferð margra barna. Sum bíða ævarandi tjón. Það er bitur reynsla foreldra og annarra aðstandenda að sjá barn sitt lenda í fjötrum vímuefnaneyslu og villast á brautir glæpa og ofbeldis. Það er átakanleg fórn sem snertir okkur öll.
Forvarnstarf gegn áfengis- og vímuefnaneyslu er liður í að skapa börnum þroskavænleg skilyrði. Með því að styðja börn og ungmenni í að hafna neyslu áfengis og annarra vímuefna er stuðlað að velferð þeirra og lífshamingju.

Í forvarnastarfi er lögð höfuðáhersla á að ná til barna og unglinga í ljósi þess að í æsku er lagður grunnur að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni.  Ungt fólk er veikara fyrir gagnvart neyslu vímuefna en fullorðnir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk byrjar neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Þá verður að hafa í huga að börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri og hvatningu til neyslu áfengis og annarra vímuefna. Með fræðslu, upplýsingastarfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er leitast við að sporna gegn vímuefnaneyslu barna og ungmenna.
Vika 43 árið 2008
Beinir sjónum að opinberri stefnumörkun í forvörnum. Opinber stefna er miklivægur rammi, samkomulag um hvert ber að stefna. 
Hvetja stjórnvöld til þess að:
-  ækka ekki aldursmörk til áfengiskaupa
-  skerpa á reglum um áfengisauglýsingar
-  standa gegn sölu áfengis í almennum verslunum  

Vika 43 verður kynnt í fjölmiðlum þegar nær dregur en auk þessara áhersluatriða vikunnar í ár verður vakin athygli á framlagi félagasamtaka, skóla og annara aðila í vímuvörnum.

Aðildarsamtök að Viku 43:
Bandalag Íslenskra skáta
Biskupstofa
Brautin - bindindisfélag ökumanna
FÍÆT - félag Íslenskra æskulýðs- og tómstundafulltrúa
FRÆ
Heimili og skóli
IOGT á Íslandi
ÍSÍ
ÍUT-forvarnir
KFUM-K
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
Kvenfélagasamband Íslands
LIONS hreyfingin
Samstarf um forvarnir SAMFO
SAMFÉS
Samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum
Samtök skólamanna um bindindisfræðslu SSB
UMFÍ
VÍMULAUS ÆSKA - Foreldrahús
Vernd - fangahjálp

Aðsetur Viku 43 er í Brautarholti 4a í Reykjavík, s. 511 1588.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands