Námskeið í félagsmálafræðslu í Grundarfirði 3.-4. desember nk.

Næsta námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið í Grundarfirði 3. - 4. desember nk. Námskeiðið hefst klukkan 18 og stendur til 22 báða dagana.
Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr.“ Hlutverk námskeiðsins er sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum.  Þátttakendur fá æfingu í framkomu, framsögn og þjálfun í fundarsköpum. Kvenfélagskonur eru hvattar til að taka þátt í námskeiðunum. Skráningar og frekari upplýsingar um verkefnið  er að fá hjá Guðrúnu Snorradóttur landsfulltrúa UMFÍ í síma 848-5917 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Þetta netfang er varið fyrir rusltölvupósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það og  Sigurði í síma 861-3379 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Þetta netfang er varið fyrir rusltölvupósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það Upplýsingar um námskeiðisstaði í vetur: http://www.umfi.is/veftre/fraedsla/syndu_hvad_i_ther_byr/

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands