KÍ fagnar nýjum formanni BSRB, Elínu Björgu Jónsdóttur

Stjórn Kvenfélagasambands Íslands færði á dögunum Elínu Björgu Jónsdóttur
nýjum formanni BSRB blómvönd í tilefni af því að hún er fyrsta konan sem gegnir
formennsku í samtökunum. Kvenfélagasamband Íslands hefur ávallt lagt áherslu á að
konur sinni ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu og minnir á ályktun sína þess efnis frá 31. janúar sl. bsrb_1.jpg
Frá vinstri: Una María Óskarsdóttir, varaforseti KÍ, Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri KÍ, Sigurlaug Viborg, forseti KÍ, Eygló Guðjónsdóttir forstöðumaður Leiðbeiningarstöðvar heimilanna og Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB.

Magnús Steinarsson verkefnisstjóri hjá VÍS orti vísu í tilefni þess að Elín Björg tók við formennskunni og er hún birt hér með góðfúslegu leyfi hans.

Karla sigrar kvennaher,
konan lengur lifir.
Veröld ekki versnar hér,
völdin flytjast yfir. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands