Húsfreyjan, haustblaðið er komið út.

Haustblað Húsfreyjunnar er komið út.

Tímaritiðið er fjölbreytt að vanda með áhugaverð viðtöl, uppskriftir, handavinnu, fræðslu, ráðgjöf krossgátu og fréttir.

Að þessu sinni eru aðalviðtölin við þær Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur sem rekur fyrirtækið sitt Villimey á Tálknafirði og Mirjam Blekkenhorst sem rekur listatengt farfuglaheimili á Ytra-Lóni á Langanesi. Margrét S. Sigurbjörnsdóttir kennari sér um matreiðsluþáttinn, Haustmatargerð í eldhúsi Margrétar. Þar má finna spennandi hugmyndir að framreiðslu á slátri, grænmetisböku, lerkisveppasúpu, lambaskanka, kjötbollur og sultur án sykurs svo eitthvað sé nefnt. Ásdís Birgisdóttir framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands sér um handavinnuþátt Húsfreyjunnar en í honum má finna glæsilega jakkapeysu fyrir dömu, heklað hálsmen og úlnliðsskraut, hettupeysu á káta krakka og einstaka vettlinga fyrir ástfangna. Eygló Guðjónsdóttir framkvæmdarstjóri Leiðbeiningarstöðvar heimilanna býður lesendum upp á vandaða fræðslu um sykursýki II og vangaveltur um hvað það sé sem geri heimili að heimili. Ása Atladóttir skrifar um sumarþing Norrænu kvennasamtakanna sem haldið var í sumar og sagt er frá úrslitum í hönnunarkeppni um barmmerki Kvennafrídagsins 2010. Krossgáta Dollýar er á sínum stað og svo er fjallað um þá hættu sem okkur og heiminum öllum stafar af neyslu og kaupsýki. Kvenfélagasamband Íslands hefur gefið Húsfreyjuna út í 60 ár, ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir.

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands