Vika 43 Vímuvarnarvika 2010

Í dag skrifuðu 22 félagasamtök undir áskorun undir yfirskriftinni
 Málið varðar okkur öll !

Áskoruninni sem er að finna hér að neðan er beint til þeirra sem koma að uppeldi barna og unglinga í víðasta skilningi
ásamt því að félagasamtökin sem að henni standa taka mið af henni.

Málið varðar okkur öll !

„Ungum kannabisneytendum sem leita sér meðferðar hefur fjölgað um helming
síðustu ár á Íslandi. Fíkniefnaneysla getur verið dýrkeypt. Það þekkja
þeir sem missa tökin af neyslu sinni, fjölskyldur þeirra, aðstandendur og
vinir.
Skaðleg líffræðileg áhrif kannabisneyslu eru þekkt, svo og tengsl við
neyslu annarra fíkniefna, s.s. amfetamíns. Á grundvelli þessarar vitneskju
er mikilvægt að börn og unglingar láti ekki blekkjast af rangfærslum um
kannabisefni; rangfærslum sem oft eru klædd í búning hlutlægra og
áreiðanlegra upplýsinga.
Í æsku og á unglingsárum er lagður grunnur að framtíð einstaklings. Þá
mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á
ævinni. Foreldrar, kennarar og aðrir uppalendur eru í lykilhlutverki í
uppeldi og forvörnum, meðal annars með því að veita  börnum og ungmennum
leiðsögn við gagnrýnið mat á upplýsingum og veita þeim hlutlægar og
traustar upplýsingar. Börn og ungmenni þurfa skýr skilaboð frá fjölskyldum
sínum um að hafna neyslu fíkniefna, en jafnframt stuðning og hvatningu
gagnvart hverskyns áreiti og þrýstingi til neyslu fíkniefna.
Við hvetjum til opinnar og ábyrgrar umræðu um fíkniefnamál og köllum eftir
almennri þátttöku og samstöðu um velferð barna og ungmenna.
Málið varðar okkur öll.



Bandalag Íslenskra skáta
Barnahreifing IOGT
Brautin - bindindisfélag ökumanna
FÍÆT – félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa
FRÆ – Fræðsla og forvarnir
Heimili og skóli
Hvíta bandið - líknarfélag
IOGT á Íslandi
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ÍsÍ
Kvenfélagasamband Íslands
Samstarf um forvarnir SAMFO
VÍMULAUS ÆSKA – Foreldrahús
0%-hópurinn
KFUM-K
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
SAMFÉS
SAMHJÁLP
Samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum
Samtök skólamanna um bindindisfræðslu SSB
UMFÍ- Ungmennafélag Íslands
Ungmennahreyfing IOGT
Vernd - fangahjálp

- SAMTAKAMÁTTUR SKILAR MESTU-

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands