Dagur kvenfélagskonunnar 1. febrúar - Nýtt kvenfélag stofnað í Reykjavík

Opið hús í Hallveigarstöðum, nýtt kvenfélag stofnað í Reykjavík
 

 
1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar á 80 ára afmæli KÍ  árið 2010 . 
Var það gert til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil og löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.

Dags kvenfélagskonunnar er getið á fjölmörgum dagatölum og í dagbókum og Kvenfélagasamband Íslands vekur athygli á deginum í fjölmiðlum til að festa hann enn frekar í sessi.Kvenfélög og kvenfélagskonur eru hvattar til að muna eftir deginum og jafnvel gera sér dagamun hver og ein eða saman, en einnig að vera tilbúnar til að taka á móti hamingjuóskum og athygli þennan dag.

Kvenfélagasamband Íslands verður með opið hús í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, kl. 16.30 - 18.30  þann 1. febrúar

 

Hópur kvenna hefur um nokkurt skeið unnið að stofnun nýs kvenfélags í Reykjavík sem stofnað verður á Hallveigarstöðum þennan dag.
Hefst stofnfundur þess kl. 17.15 og geta þær konur sem þess óska gerst stofnfélagar á fundinum.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands