Þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafni Íslands

Sunnudaginn 13. mars nk. verður þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafni Íslands.

Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga
búning að nota hann og jafnframt fyrir alla sem eru áhugasamir um íslenska þjóðbúninga að
koma og sjá fjölbreytni þeirra. Mögulegt verður að fá aðstoð við uppsetningu höfuðbúnaðs á
safninu. Sérstaklega er hvatt til þess að fólk mæti á þjóðbúningi síns heimalands.
Á Torgi við Safnbúðina verður sýningin Kvon. Á sýningunni má sjá kjóla hannaða af Maríu
Th. Ólafsdóttur, en hún sækir meðal annars innblástur í íslenska þjóðbúninga. Sýningin er
óður til fagurkerans, minni til íslenskra kvenna, ómur fortíðar og vitnisburður
nútíðar.


Viðburðurinn hefst kl. 14:00
Aðgangur er ókeypis fyrir alla sem mæta í safnið á þjóðbúningi.

 

Að þjóðbúningadeginum standa Þjóðminjasafn Íslands, Heimilisiðnaðarfélag Íslands,
Þjóðbúningaráð og Þjóðbúningastofa.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands