Fyrsti kvenformaður LEB heiðruð

 

Konur úr stjórn Kvenfélagasambands Íslands komu á fund Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur og færðu henni blómvönd í tilefni þess að hún er fyrsta konan sem verður formaður Landssambands eldri borgara.  Þær vildu með því vekja athygli á því að konur hasla sér völl á æ fleiri sviðum samfélagsins.
Konur úr stjórn Kvenfélagasambands Íslands komu á fund Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur og færðu henni blómvönd í tilefni þess að hún er fyrsta konan sem verður formaður Landssambands eldri borgara. Þær vildu með því vekja athygli á því að konur hasla sér völl á æ fleiri sviðum samfélagsins.
Konur úr stjórn Kvenfélagasambands Íslands komu á fund Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur og færðu henni blómvönd í tilefni þess að hún er fyrsta konan sem verður formaður Landssambands eldri borgara.  Þær vildu með því vekja athygli á því að konur hasla sér völl á æ fleiri sviðum samfélagsins.

Jóna Valgerður er kvenfélagskona, var formaður Kvenfélagsins Hvatar í Hnífsdal í  mörg ár, einnig formaður Sambands vestfirskra kvenna í 6 ár og er núna formaður Sambands breiðfirskra kvenna og hefur verið s.l. 10 ár.  Hún segir að sína fyrstu reynslu af félagsmálum hafi hún fengið í kvenfélögunum og þau séu mjög góður skóli fyrir konur til að þjálfa sig í  félagsstörfum.   Jóna Valgerður hefur  setið í fjölmörgum  nefndum  og félagastjórnum í gegnum ævina, og gegnt þar formennsku. Hún  sat á Alþingi  fyrir Vestfirði 1991-1995. Hún hefur  setið í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og sveitarstjórn Reykhólahrepps þar sem hún gegndi starfi oddvita og síðar sveitarstjóra þar til hún hætti sökum aldurs. Eftir það  hefur hún verið virk í starfi  ýmissa félagasamtaka  í Reykhólahreppi þar sem hún býr nú í Mýrartungu 2. Þangað flutti hún ásamt manni sínum Guðmundi H. Ingólfssyni árið 1996, sen hann lést árið 2000.  Í sveitinni unir hún sér vel, þar sinnir hún skógrækt og ræktun íslenskra hænsna og tekur á móti börnum og barnabörnum, en hún á 5 börn, 16 barnabörn og 7 langömmubörn. Hún hefur starfað í Félagi eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi í  8 ár, verið í stjórn þar og einnig síðustu  tvö árin í stjórn Landssambands eldri borgara(LEB) þar sem hún var kosin formaður á landsfundi samtakanna  nú í vor.  Forseti Íslands veitti Jónu Valgerði fálkaorðuna  1.jan.s.l. fyrir félagsmálastörf á landsbyggðinni.

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands