Formannaráðsfundur og námskeiðið „Konur kalla á konur" að Hallveigarstöðum

Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands verður haldinn að Hallvegarstöðum laugardaginn 19. nóvember nk.  kl. 9.15 -14.00

Jafnframt verður námskeiðið „Konur kalla á konur“  haldið að Hallveigarstöðum á sama tíma. kl. 9.15 - 14.00

Námskeiððið hefur verið kennt víða um land undanfarið ár við miklar vinsældir.

Það er einkum ætlað þeim konum sem starfa innan stjórna félaganna eða hafa hug á því  en allar konur sem starfa í kvenfélögun innan Kvenfélagasambands Íslands eru velkomnar á námskeiðið.

Meðal efnis sem kennt er á námskeiðinu er:
Ábyrgð og skyldur stjórnarmanna í kvenfélögum ,verkefnaskipting stjórnar, undirbúningur starfsárs, mannleg samskipti, félagaöflun og mótun framtíðarsýnar, hlutverk Kvenfélagasambands Íslands og héraðssambanda þess.

Kostnaður við námskeiðið er kr. 2500 og innifelur sá kostnaður öll námskeiðisgögn.

Í námskeiðislok, kl. 14.00 er konum af námskeiðinu ásamt konum af formannafundinum boðið að skoða Alþingishúsið undir leiðsögn þingkvenna.

Skráningar óskast fyrir 15. nóvember nk. til Kvenfélagasambands Íslands s: 5527430 og á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands