Hannyrðasýning - Til að fagna fallegum hlutum

Til að fagna fallegum hlutum

Handverksýning stendur nú yfir á Hallveigastöðum við Túngötu,
Sýningin er opin dagana 15. – 17. febrúar, frá kl. 13-18.

Kaffi og glæsilegt meðlæti er selt á staðnum á kr.1000,-


Það eru heldri dömur sem notið hafa handleiðslu Halldóru Arnórsdóttur sem starfað hefur sem leiðbeinandi í félagsstarfi hjá Reykjavíkurborg, sem halda sýningu á snilldarverkum sínum.
Þær nota mismunandi útsaumstækni þar sem unnið er með silkiborðum, silkiþráðum, ullargarni, bómullargarn, perlum og gullþráðum.
Einnig er að finna verk Halldóru á sýningunni.

Einkunarorð sýningarinnar eru:
Gerum hvern dag meira skapandi og enn fallegri !

Allir eru velkomnir

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands