Margmenni hjá Kvenfélagasambandinu á beinverndardaginn

Hátt á annað hundrað manns, konur og karlar, lagði leið sína í Kvennaheimilið Hallveigarstöðum í dag á alþjóðlega beinverndardeginum. 
Tilefnið var að fræðast um beinheilsu. Halldóra Björnsdóttir flutti fræðsluerindi um beinþynningu og forvarnir og hægt var að láta mæla hjá sér beinþéttni. Mjólkursamsalan, aðal styrktaraðili Beinverndar, bauð uppá kalríkar veitingar, osta, ostakökur og ýmiskonar skyr og próteindrykki.
Kvenfélagasambandið þakkar Beinvernd samstarfið og gestunum fyrir komuna og hvetur fólk til að huga að beinheilsu sinni og taka áhættupróf um beinþynningu sjá hér

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands