53. formannaráðsfundur Kvenfélagasambandsins ályktar

53 formannafundurFormannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 19. nóvember 2016 í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum í Reykjavík skorar á væntanlegan heilbrigðisráðherra, ríkisstjórnina sem tekur brátt við völdum og nýkjörna alþingismenn að gera átak í og leysa það ófremdarástand sem skapast hefur þegar allt að þriggja ára bið er eft­ir að konur kom­ist í grind­ar­botns­ aðgerðir.  Bíða nú um 300 kon­ur eftir að komast í aðgerðir á Kvenna­deild Land­spít­al­ans. Geta þær átt von á að biðin taki allt að þrjú ár. Aðgerðirnar sem um ræðir eru einkum vegna blöðrusigs, ristilsigs, legsigs og þvagleka.

Greinargerð:

53. formannafundurSvo virðist vera að konur sem þurfa á aðgerðum sem þessum að halda virðist verða útundan þegar verið er að útdeila peningunum í heilbrigðiskerfinu. Kvenfélagasambandið bendir á að þar er um óbeina kynbundna mismunun að ræða.

Það þarf ekki auðugt ímyndunarafl til að sjá að það að þurfa að bíða svo lengi eft­ir að kom­ast í þessar aðgerðir hef­ur gríðarlega mik­il áhrif á lífs­gæði kvenn­anna sem fyrir því verða.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands