Alþjóðlegi Beinverndardagurinn

Alþjóða beinverndardagurinn er 20. október. Í ár eru liðin 20 ár síðan Landssamtökin Beinvernd á Íslandi voru stofnuð. Þau hafa alla tíð lagt áherslu á fræðslu um þætti sem geta dregið úr beinþynningu.

Kvenfélagasamband Íslands og Samband sunnlenskra kvenna eru vakandi fyrir gildi forvarna og reglubundins eftirlits. Því ætla samtökin í samráði við Halldóru Björnsdóttur hjá Beinvernd, að standa fyrir fræðslu um beinþynningu og beinvernd ásamt beinþéttnimælingu í Selinu við Engjaveg 44 á  Selfossi  laugardaginn 21. október milli kl 11:00-14:00.  Boðið verður upp á kalkríkar veitingar.

Beinþynning er vaxandi vandamál í heiminum. Ekki eru mörg ár síðan beinþynning var skilgreind sem sjúkdómur og farið var að huga alvarlega að forvörnum gegn henni. Það kallast beinþynning þegar kalkið í beinunum minnkar svo mikið, að þau þola ekki lengur eðlilegt álag. Sjúkdómurinn hefur stundum verið kallaður „Hinn þögli vágestur“ þar sem hann læðist að fórnarlömbum sínum og getur valdið beinbrotum af litlu eða engu tilefni. Beinþéttnimæling er ókeypis og algjörlega sársaukalaus. Hún er eina leiðin til að finna „Hinn þögla vágest“

Konur jafnt sem karlar sem komin eru yfir fertugt, eru hér boðin til fræðslu um þessi mál og hvött til að mæta laugardaginn 21. október í Selið milli kl 11:00-14:00 til að láta mæla sig.

MS er aðal styrktaraðili Beinverndar

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands