Húfuprjónakaffi KÍ verður haldið öðru sinni að Hallveigarstöðum miðvikudagskvöldið 17. febrúar nk. kl. 20:00 - 22.00

Allir eru velkomnir að mæta með prjónana og eiga saman notalega kvöldstund við prjónaskap
Húfuverkefni KÍ verður kynnt og aðstoð veitt við húfuprjón.
Takið gjarna með kambgarn og prjóna nr. 2,5 -3

Heitt verður á könnunni.

Enginn aðgangseyrir.

Í tilefni dagsins verður opið hús í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum,
Túngötu 14  kl. 17 - 19 á afmælisdaginn en stutt hátíðadagskrá hefst kl.18.  
Boðið verður upp á kaffi og kökur að gömlum íslenskum sið. 
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og eru konur hvattar til að koma 
og kynna sér störf kvenfélagnna og leggja þeim lið. 

Kvenfélagskonur um land allt munu halda uppá afmælið hvert með sínum hætti á
afmælisárinu. Aðalverkefni afmælisársins er Húfuverkefni KÍ sem snýst um að
kvenfélagskonur prjóna húfur, sem allir nýburar sem fæðast á Íslandi á
afmælisárinu fá að gjöf, ásamt hlýrri kveðju frá KÍ. 
 

Fyrsta húfuprjónakaffi KÍ var haldið að Hallveigarstöðum 13. janúar sl. kl. 20:00 - 22.00
Um 20 konur mættu með kambgarn og prjóna og áttu saman notalega kvöldstund við prjónaskap og áhugaverðar umræður um kvenfélög os stofnun þeirra.
Margar kvennana sem ekki voru kvenfélagskonur höfðu áhuga á að stofna eða ganga í kvenfélög og fengu þær upplýsingar og aðstoð við það.
 

 

Hver er þjóðin? Hvaða klæði?
Vandamál tengd skilgreiningum í rannsókn
á þjóðlegum klæðnaði íslenskra kvenna í dag

Karl Aspelund, Boston University, heldur fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands þann 25. nóvember nk. kl. 12:00

Í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum er nýlokið 39. formannaráðsfundi Kvenfélagasambands Íslands.

Fundinn sátu 25 konur, formenn og fulltrúar héraðssambanda KÍ af öllu landinu.
Á dagskrá voru hefðbundin fundarstörf, auk þess flutti
Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta erindi um mátt samstöðu kvenna.
Í hádeginu flutti Þröstur Harðarson, matráður í Hagaskóla innlegg um matarmál í grunnskólum.

Fundurinn samþykktti að árlega væri 1. febrúar tileinkaður kvenfélagskonum og var hann útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar"

Eftirfarandi yfirlýsing var samþykkt:

Kvenfélagasamband Íslands hefur ákveðið að 1. febrúar, ár hvert, verði útnefndur
„Dagur kvenfélagskonunnar”

Fyrsti febrúar er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands en á næsta ári, árið 2010 eru 80 ár frá stofnun þess.  Fyrsta kvenfélagið á Íslandi, Kvenfélag Rípurhrepps í Skagafirði, var stofnað árið 1869.  Konur hafa síðan stofnað hundruð kvenfélaga með það að markmiði að bæta samfélagið, sérstaklega hvað varðar málefni barna, kvenna og fjölskyldna. Má því segja að konur hafi með því tekið völdin í sínar hendur löngu áður en þær fengu aðgengi að stjórnkerfinu með kjörgengi og kosningarétti.

Störf kvenfélagskvenna eru og hafa verið afar mikilvæg í samfélaginu öllu þó ekki hafi þau alltaf farið hátt eða mikið farið fyrir þeim í fjölmiðlum.
Tímabært er að sérstakur dagur sé helgaður kvenfélagskonum. Kvenfélagasambandið hvetur allar kvenfélagskonur til að halda daginn hátíðlegan og landsmenn til að heiðra kvenfélagskonur þennan dag.

Fundi var slitið laust eftir kl. 15.30 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands