Nú stendur yfir Norrænt þing kvenfélaga í Stavanger í Noregi.

Þingið sækja fulltrúar frá Norðurlöndunum og Færeyjum, 16 fulltrúar frá Íslandi sitja þingið, þar af 2 fulltrúar frá Kvenfélagasambandi íslands, þær Sigurlaug Viborg forseti og Ása Atladóttir ritari.

Dagana 26. - 28. júní nk. verður Landsþing Kvenfélagasambands Íslands haldið í Hótel Stykkishólmi, á þingið eru skráðar á annað hundrað konur af öllu landinu.

Gestgjafi þingsins er Kvenfélagasamband Snæfells og Hnappadalssýslu (KSSH) sem kemur að undirbúningi þingsins með Kvenfélagasambandi Íslands .
KSSH býður þingfulltrúum m.a. upp á mat og siglingu um Breiðafjörð.

Dagskrá þingsins er að finna hér til vinstri.

Sýndu hvað í þér býr!

Námskeið í félagsmálafærni verður haldið í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 1miðvikudaginn 13.maí nk.

Námskeiðið hefst kl. 18:00 og stendur til kl. 22:00. Kennari á námskeiðinu er Sigurður Guðmundsson.

Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr.“ Hlutverk námskeiðsins er að sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum. Námskeiðsgjald er kr. 5.000. 

Farið er í ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, þ.e. að taka til máls, framkomu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Einnig er kennt ýmislegt sem við kemur fundahöldum eins og fundareglur, boðun funda, fundaskipan, dagskrá funda, umræður, meðferð tillagna, kosningar o.fl.. 

Áhugasömum er bent á að skrá sig hjá Sigurði í síma 861-3379 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kvenfélagasamband Kópavogs stendur fyrir léttri göngu í tilefni Kópavogsdaga laugardaginn 9. maí. Lagt verður af stað kl:11.00  frá Hamraborg 10 sunnan til við húsið.

Allir velkomnir.

Basar kvenféalgs Kópavogs og sýning á bútasaum félagskvenna verður í sal Kvenfélagsins að Hamraborg 10 í Kópavogi kl. 13.00 - 17.00
Bakkelsi, prjónles, bútasaumur og margt fleira verður til sölu á basarnum. Allur ágóði rennur til góðra málefni.

Stjórn Kvenfélagasambands Íslands fagnar nýsamþykktum lögum frá Alþingi er gera kaup á vændi refsiverð.

Mannslíkaminn er ekki söluvara og óásættanlegt er að hægt sé að nýta sér neyð fólks til að kaupa aðgang líkama þess.
Vændi er ein birtingarmynd kynferðisofbeldis sem Kvenfélagasambandið hefur barist gegn um langt skeið og er lagasetningin  mikilvægur áfangi í þeirri baráttu.

Kvenfélagasamband Íslands og Félag héraðsskjalavarða á Íslandi standa nú fyrir sameiginlegu átaki í söfnun og varðveislu skjalasafna kvenfélaga á landinu sem og annarra félaga kvenna.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands