Samband Austur Skaftfellskra kvenna, Tengslanet kvenna á Austurlandi og Kvenfélagasamband Íslands
boða til spjallfundar og kósíkvölds á Hótel Höfn, Hormafirði, þriðjudaginn 13. janúar nk. kl. 20.30
Landsátak Kvenfélagasambands Íslands um aukna hreyfingu og bætt mataræði verður kynnt á fundinum.  

Bjóðum allar konur velkomnar og hlakkar til að sjá ykkur. 

SASK
Kvenfélagasamband Íslands www.kvenfelag.is
Tengslanet Austfirskra kvenna
www.tengslanet.is

Næsta námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið í Grundarfirði 3. - 4. desember nk. Námskeiðið hefst klukkan 18 og stendur til 22 báða dagana.
Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr.“ Hlutverk námskeiðsins er sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum.  Þátttakendur fá æfingu í framkomu, framsögn og þjálfun í fundarsköpum. Kvenfélagskonur eru hvattar til að taka þátt í námskeiðunum. Skráningar og frekari upplýsingar um verkefnið  er að fá hjá Guðrúnu Snorradóttur landsfulltrúa UMFÍ í síma 848-5917 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Þetta netfang er varið fyrir rusltölvupósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það og  Sigurði í síma 861-3379 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Þetta netfang er varið fyrir rusltölvupósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það

Næsta námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið á Hvanneyri dagana 26.-27. nóvember nk. í kennslustofu í Fjósinu á Hvanneyri. Námskeiðið hefst klukkan 18 og stendur til 22 báða dagana.
Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr.“ Hlutverk námskeiðsins er sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum.  Þátttakendur fá æfingu í framkomu, framsögn og þjálfun í fundarsköpum. Kvenfélagskonur eru hvattar til að taka þátt í námskeiðunum. Skráningar og frekari upplýsingar um verkefnið  er að fá hjá Guðrúnu Snorradóttur landsfulltrúa UMFÍ í síma 848-5917 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og  Sigurði í síma 861-3379 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kvenréttindafélag Íslands efnir til fagnaðar fyrir utan norska Sendiráðið við Fjólugötu 17 í Reykjavík, föstudaginn 21. nóvember nk. kl. 12:10. Tilefnið er að fagna ný-samþykktum lögum á norska þinginu um bann við kaupum á kynlífsþjónustu en Noregur er annað ríkið í heiminum sem mun gera slík kaup refsiverð. Það voru Svíar sem fyrstir voru til að setja slík lög árið 1999. Norsku lögin verða samþykkt á fimmtudaginn og því er fyrirvari á þessum fögnuði - lagafrumvarpið er enn ekki orðið að lögum. Norðmenn eru hinsvegar 100% öruggir með framgang frumvarpsins sem þegar hefur fengið samþykki meirihluta þingsins í fyrri umræðum. Svíar og Danir hafa einnig undirbúið viðlíkan fögnuð við Sendiráð Norðmanna í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.   Fögnum með Norðmönnum á föstudaginn og hvetjum um leið íslensk stjórnvöld til að skoða afstöðu sína til sölu og kaupa á kynlífi!

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands