110 norrænar konur tóku þátt í Norrænu sumarþingi kvenfélaga innan Nordens Kvinnoförbund, NKF, sem haldið var í Vestmannaeyjum dagana 17. -19. júní sl.  Eyjarnar allar og hafið umhverfis voru vettvangur fundarins en hefðbundin fundastörf og fyrirlestrar fóru fram í AKÓGES salnum.

Á þinginu tók Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ við formennsku í Nordens Kvinnoförbund, NKF, til næstu fjögurra ára.
Fundargestir komu til Eyja í sól og blíðu og var sigling umhverfis Eyjarnar áhrifamikil fyrir alla þátttakendurna. Líknarkonur í Vestmannaeyjum höfðu veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd í heimabyggð og buðu þær þingfulltrúum m.a. í kvöldmat í Líknarhúsinu.

Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar, tengdir þema þingsins um ”Lifað í sátt við náttúruna” voru á dagskrá þingsins og ályktað var um aðstæður fæðandi kvenna á landsbyggðinni.

Félög kvenna á Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin á hátíðarfund sunnudaginn 19. júní kl. 15. Fundurinn er haldinn í samkomusal Hallveigarstaða að Túngötu 14.

Í ár er fundurinn helgaður forsetakosningum og eru gestir fundarins konur í framboði til embættis forseta Íslands: Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir og Hildur Þórðardóttir.

Glæsilegar kaffiveitingar eru í boði Hallveigarstaða.

Dagskrá fundar:

  • Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands opnar fund og stýrir
  • Dagný Ósk Aradóttir Pind flytur kveðju frá Kvenréttindafélagi Íslands
  • Elísabet Jökulsdóttir ávarpar fundinn
  • Guðrún Margrét Pálsdóttir ávarpar fundinn
  • Halla Tómasdóttir ávarpar fundinn
  • Hildur Þórðardóttir ávarpar fundinn
  • Jóhanna Pálsdóttir formaður Bandalags kvenna í Reykjavík slítur fundi

Fögnum saman 101 árs afmæli kosningaréttar kvenna, sunnudaginn 19. júní 2016!

Fimmtudaginn 17. mars nk. verður haldin morgunverðarfundur á Hallveigarstöðum kl. 8:30 - 10:00.

Dagskrá fundarins:

  • Saman gegn sóun: Ávarp Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra.
  • Matarsoun.is: Ein vefgátt fyrir alla, Ingunn Gunnarsdóttir frá Umhverfisstofnun
  • Geta ný strikamerki stuðlað að minni matarsóun: Benedikt Hauksson frá GS1
  • Aðgerðir gegn matarsóun: Hulda Margrét Birkisdóttir frá Kvenfélagasambandi Íslands
  • Kynning á námsefni um úrgangsforvarnir: Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd

Fundarstjóri er Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri

Allir velkomnir og morgunverður í boði.

Til að áætla fjölda skal skráning send í tölvupósti til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.is fyrir klukkan 16:00 þann 16. mars 2016

Kvenfélagasambandið hvetur kvenfélagskonur til að fjölmenna á fundinn. 

52. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands fer fram í Salthúsinu í Grindavík 26. - 27. febrúar nk. 

Yfirskrift fundarins er Jákvæðni og vellíðan í félagsstarfi
Aðalfyrirlesari á fundinum er Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og ritstjóri Húsfreyjunnar.
Kvenfélagskonur eru velkomnar að koma og hlýða á erindi Kristínar Lindu á meðan húsrúm leyfir. 

Formannafundir Kvenfélagasambands Íslands fara fram tvisvar á ári. Fundina sækja formenn héraðssambanda KÍ ásamt stjórnar og nefndarkonum sambandsins.
Fyrri fundurinn, sem er aðalfundur, er haldinn í febrúar eða mars og sá síðari í nóvember.

Dagskrá fundarins:

Skagfirskar kvenfélagskonurSkagfirskar kvenfélagskonurAlþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans er 5. desember. Dagurinn er opinberlega viðkenndur af Sameinuðu þjóðunum sem dagur þar sem sjálfboðaliðar um allan heim eru viðurkenndir og fagnað fyrir framlag þeirra og skuldbindingu. Það er vel við hæfi að sýna sjónvarpsþátt um upphaf kvenfélaganna á Íslandi í tengslum við þennan dag. Löngu áður en orðið sjálfboðaliði varð landsmönnum tungutækt var það orðið kvenfélagskona sem var notað yfir þær konur sem sinntu sjálfboðaliðastarfi í þágu samfélagins.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands