"Bændasamtök Íslands komust óvænt og óumbeðið í sviðsljós fjölmiðla í síðustu viku þegar umræðan um boðaða heimsókn aðstandenda klámsíðna á netinu til Íslands stóð sem hæst. Endahnútinn á þá deilu batt stjórn BÍ þegar hún samþykkti að neita þessum gestum um gistingu og aðra þjónustu á Hótel Sögu, að höfðu samráði við fyrirtækið sem starfrækir hótelið.

Nú stendur yfir 16 daga átak í 16. sinn undir yfirskriftinni: Eflum mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum. Af því tilefni hafa Kvenfélagasamband Íslands, Soroptimistasamband Íslands og Zonta á Íslandi tekið höndum saman um að opna augu almennings á heimilisofbeldi. Klúbbar og félög innan sambandanna eru starfrækt um allt land og munu þau sérstaklega hvetja sína félagsmenn til að vera vakandi gagnvart heimilisofbeldi og halda umræðunni opinni á sínu svæði. Það hefur sýnt sig að með opinni umræðu nýta fleiri þá þjónustu sem er í boði fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis. Við hvetjum því konur og aðra sem búa við eða þekkja til einhvers sem býr við heimilisofbeldi að kynna sér þau úrræði sem eru í boði. Listi yfir helstu aðila sem geta veitt stuðning og aðstoð vegna heimilisofbeldis má finna t.d. á vefsíðum www.kvennaathvarf.is og www.barn.is

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands