Velkomin á kynningarfund þann 22. október fyrir samnorrænu kvennaráðstefnuna Nordiskt Forum sem haldin verður í Malmö í júní 2014. Fundurinn verður haldinn að Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum og hefst kl. 20.00.

Nlogonforræna kvennaráðstefnan Nordisk Forum verður haldin 12.-15. júní 2014 í Malmö, Svíþjóð. Þetta er í þriðja skipti sem boðað er til Nordisk Forum, en hún var haldin í Osló, Noregi 1988 og Turku, Finnlandi 1994.

Nordiskt Forum mun fjalla um allt milli himins og jarðar tengt jafnréttisbaráttunni og kvenréttindum, bæði á Norðurlöndum sem og annars staðar í heiminum.

Búist er við 15.000 þátttakendum á ráðstefnunni. Þegar ráðstefnan var síðast haldin 1994 voru íslenskir þátttakendur rúmlega 1.400 og íslenskar konur því hlutfallslega stærsti hópur ráðstefnugesta.

Aðstandendur ráðstefnunnar eru kvennahreyfingarnar á Norðurlöndum.

Á kynningarfundinum verður skipulagning ráðstefnunnar kynnt og rætt um þátttöku íslenskra kvenna að þessu sinni.

Veitingar og drykkjarföng eru í boði.

Mætum og látum í okkur heyra!

Stjórn og starfsfólk Kvenfélagasambands Íslands heldur uppá 50 ára afmæli Leiðbeiningastöðvar heimilanna fimmtudaginn 3. október kl. 17:00 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík. 
Boðið verður upp á léttar veitingar, fróðleik og skemmtun.
Notendur, velunnarar og aðrir áhugasamir eru velkomnir í boðið.

Kvenfélagasambandið og Leiðbeiningastöðin leggja land undir fót úr Kvennaheimilinu og verða í Kolaportinu um komandi helgi. Komið við í básnum og kynnið ykkur störf kvenfélaganna og Kvenfélagasambands Íslands og fáið góð ráð í leiðinni. 
Bók Leiðbeiningastöðvarinnar og Matarkörfunnar, Þú ert snillingur, verður þar til sölu ásamt ýmsu öðru.

Verið velkomin.

 heklud vagga 1000Í sumarblaði Húsfreyjunnar sem er nú nýkomin út er að finna mynd af lítillri heklaðri dúkkuvöggu. 

Vaggan er með frásögn af starfsemi Kvennadeildar Barðstrendingafélagsins og er það Sigurbjörg Björnsdóttir formaður Kvennadeildarinnar sem deilir uppskriftinni með lesendum Húsfreyjunnar.
 
Ath. að uppskriftin er ekki í blaðinu, aðeins myndin.
 
Uppskriftina er að finna hér að neðan

Þann 19. júní árið 1915, fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis.
Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 og eru í ár liðin 98 ár frá því konur öðluðust kosningarétt
og kjörgengi en það var svo ekki fyrr en árið 1920 sem þær öðluðust réttindi á við karla.

Af þessu tilefni halda konur uppá daginn víða um land.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands