Jólablað Húsfreyjunar - 4. TBL. 20064. tölublað tímaritsins Húsfreyjunnar er komið út.
Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Védísi Jónsdóttur sem hannar vinsælar prjónauppskriftir og liti íslenska lopans en nú er í tísku að prjóna og vinsældir lopans meiri en nokkru sinni, hérlendis, í Bandaríkjunum, Kanada og Skandinavíu. Í

Kvenfélagasamband Íslands boðar til Landsfundar orlofsnefnda húsmæðra að Hallveigarstöðum laugardaginn 11. nóvember nk. kl. 13.00-15.00.
Fundarefni er starfssemi orlofsnefndanna, markmið, samræming og framtíðarsýn.
Til landsfundarins eru boðaðir allir formenn og eða fulltrúar orlofsnefnda innan Kvenfélagasambands Íslands. Þáttaka tilkynnist til skrifstofu sambandsins í síma
552 7430, á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í bréfasíma 552 7073 sem allra fyrst.

3. TBL. Húsfreyjunar 2006Út er komið 3ja tbl. tímaritsins Húsfreyjunnar, Kvenfélagasamband Íslands gefur út.
Meðal efnis í blaðinu er heimsókn til Signýar Ormarsdóttur hönnuðar og menningarfulltrúa Austurlands, í viðtali við hana kemur berlega í ljós að menning og listir eru virkt hreyfiafl í samfélaginu á Austurlandi þó fréttir af virkjunum og álveri láti hærra í fjölmiðlum. 

Dúkkur sem gleðjaUm 90 kvenfélög um land allt hafa setið við dúkkugerð síðan í vor og afraksturinn eru 800 dúkkur sem nú verða seldar til að koma fleiri stúlkum í skóla í Gíneu-Bissá. Dúkkurnar eru samstarfsverkefni Kvenfélagasambands Íslands og UNICEF Ísland. Hver og ein dúkka er handsaumuð af alúð og er ætlað að gleðja börn á Íslandi og í Gíneu-Bissá.

KÍ-UNICEF verkefni kvenfélaganna sem hafa saumað brúður til að selja til ágóða fyrir stúlkur í Guinea-Bissau.

Sýning verður haldin á öllum brúðunum sem við höfum tekið á móti frá kvenfélögunum helgina 28. til og með 31. október 2005 í salnum á Hallveigarstöðum, kl. 13-18.

Komið endilega og skoðið allar þessar fallegu brúður. Nú þegar eru komnar 778 brúður og von á fleirum næstu daga.

VELKOMNAR

Skrifstofa KÍ

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands