Dúkkur sem gleðjaUm 90 kvenfélög um land allt hafa setið við dúkkugerð síðan í vor og afraksturinn eru 800 dúkkur sem nú verða seldar til að koma fleiri stúlkum í skóla í Gíneu-Bissá. Dúkkurnar eru samstarfsverkefni Kvenfélagasambands Íslands og UNICEF Ísland. Hver og ein dúkka er handsaumuð af alúð og er ætlað að gleðja börn á Íslandi og í Gíneu-Bissá.

KÍ-UNICEF verkefni kvenfélaganna sem hafa saumað brúður til að selja til ágóða fyrir stúlkur í Guinea-Bissau.

Sýning verður haldin á öllum brúðunum sem við höfum tekið á móti frá kvenfélögunum helgina 28. til og með 31. október 2005 í salnum á Hallveigarstöðum, kl. 13-18.

Komið endilega og skoðið allar þessar fallegu brúður. Nú þegar eru komnar 778 brúður og von á fleirum næstu daga.

VELKOMNAR

Skrifstofa KÍ

Kvenfélagið Tilraun stendur fyrir sýningu á Hand- og hugverki svarfdælskra kvenna síðustu 90 árin að Húsabakka í Svarfaðardal
Sýningin stendur frá 15. október til  23. október  2005. Sýningin er opin frá kl. 14:00 - 18:00 alla daga.

Hvers vegna kvennafrí?
Vegna þess að:

...atvinnutekjur kvenna eru aðeins 64,15% af atvinnutekjum karla
... konur eru með 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnutíma
...barneignir hafa neikvæð áhrif á laun kvenna en jákvæð áhrif á laun karla
...margar konur búa við öryggisleysi og ógn á heimilum sínum
...ein af hverjum þremur konum verður fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni
...konur uppskera ekki í samræmi við menntun sína
...konur í fyrirtækjarekstri hafa verri aðgang að fjármagni
...ábyrgð á umönnun barna og heimilisstörfum er enn að mestu á höndum kvenna
...umönnunarstörf eru með lægst launuðu störfum á vinnumarkaði
...rödd kvenna er veik í fjölmiðlum
...litið er á líkama kvenna sem söluvöru
...kona hefur aldrei verið forsætisráðherra, bankastjóri eða biskup
...konur hafa aldrei verið helmingur þingmanna
...konur njóta ekki jafnréttis á við karla
....þessu þarf að breyta. Ég þori, get og vil!


KONUR SÝNUM SAMSTÖÐU

Leggjum niður störf á Kvennafrídaginn 24. október kl. 14.08 og fyllum miðborgina svo eftir verði tekið - eins og fyrir 30 árum.
Hittumst á Skólavörðuholti kl. 15 og förum í kröfugöngu. Baráttufundur á Ingólfstorgi kl. 16.

Kvenfélagskonur um allt land eru farnar að afhenda tuskudúkkur á skrifstofu KÍ vegna Samstarfsverkefnis KÍ og UNICEF eða Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Kvenfélagasamband Íslands hóf samvinnu við UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi um verkefni sem fékk yfirskriftina “Ef þú menntar stúlkur , menntar þú heilt samfélag”. Verkefnið fór af stað í febrúar 2005. Um er að ræða að safna fé til að kosta menntun ungra stúlkna í ríkinu Ginea-Bissá í Vestur-Afríku.
Kvenfélagasamband Íslands hóf samvinnuna á þann veg, að farið var fram á það við kvenfélögin innan sambandsins að þau byggju til brúður sem þau gæfu síðan til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Ætlunin er að UNICEF markaðssetji síðan brúðurnar fyrir jólin 2005 og selji til ágóða fyrir verkefnið.
Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar er nýstofnað Kvenfélag, Valkyrjurnar afhenti KÍ brúður þar sem tuskudúkkan Marta var höfð sem fyrirmynd.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands