Ráðstefna Evrópudeildar Associated Country Women of the World (Alþjóðasamband dreifbýliskvenna) var sett í fyrsta skipti á Íslandi á Nordica Hotel Reykjavík í blíðskaparveðri þann 18. maí 2005. Opnunarhátíðin hófst klukkan 9:00 í yfirfullum ráðstefnusal. Ráðstefnugestir voru frá Albaníu, Austurríki, Belarus, Búlgaríu, Króatíu, Tékklandi, Danmörku, A-Malasíu, Englandi, Eistlandi, Finnlandi, Þýskalandi, Hollandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Lettlandi, Litháen, N-Írlandi, Noregi, Rúmeníu, Rússlandi, Skotlandi, Slóveníu og Wales.
Yfirskrift ráðstefnunnar ber nafnið "Winning the Way for Women".
Dagskrá fyrsta dags Evrópuráðstefnunnar var eftirfarandi:

Konur í Kvenfélagasambandi Íslands héldu upp á 75 ára afmæli félagsins með miklum glæsibrag á Hótel Sögu, þriðjudaginn 1. febrúar 2005.
Afmælishátíðin hófst klukkan 17:00 með fordrykk við undirleik Gunnars Gunnarssonar píanóleikara.
Margir góðir gestir mættu, færðu Kvenfélagasambandi Íslands veglegar gjafir og glöddust með kvenfélagskonum.

Kvenfélagasamband Íslands skipulagði á haustinu 2004 fræðslufundi um allt land með svæðasamböndunum. Þrjú sambönd hafa þegar tekið sig saman og haldið þessa fundi.

Uppbygging fundanna hefur verið þannig:

  1. Fulltrúi KÍ kynnir starfsemi KÍ.
  2. Fulltrúi ÖBÍ, Guðríður Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi, segir frá aðstæðum fatlaðra kvenna á Íslandi.
  3. Fulltrúi frá Barnahjálp SÞ á Íslandi - UNICEF- Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri, segir frá starfseminni og verkefni UNICEF í Guineu Buissau sem KÍ hefur samþykkt að taka þátt í með þeim.
  4. Fulltrúi frá grasrótarhreyfingunni ,,Lifandi landbúnaður" segir frá verkefni þessa kvennahóps innan bændastéttarinnar.
  5. Kristín Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KÍ, kynnir fræðsluefni KÍ um félagsmálastörf.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands