Konur í Kvenfélagasambandi Íslands héldu upp á 75 ára afmæli félagsins með miklum glæsibrag á Hótel Sögu, þriðjudaginn 1. febrúar 2005.
Afmælishátíðin hófst klukkan 17:00 með fordrykk við undirleik Gunnars Gunnarssonar píanóleikara.
Margir góðir gestir mættu, færðu Kvenfélagasambandi Íslands veglegar gjafir og glöddust með kvenfélagskonum.

Kvenfélagasamband Íslands skipulagði á haustinu 2004 fræðslufundi um allt land með svæðasamböndunum. Þrjú sambönd hafa þegar tekið sig saman og haldið þessa fundi.

Uppbygging fundanna hefur verið þannig:

  1. Fulltrúi KÍ kynnir starfsemi KÍ.
  2. Fulltrúi ÖBÍ, Guðríður Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi, segir frá aðstæðum fatlaðra kvenna á Íslandi.
  3. Fulltrúi frá Barnahjálp SÞ á Íslandi - UNICEF- Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri, segir frá starfseminni og verkefni UNICEF í Guineu Buissau sem KÍ hefur samþykkt að taka þátt í með þeim.
  4. Fulltrúi frá grasrótarhreyfingunni ,,Lifandi landbúnaður" segir frá verkefni þessa kvennahóps innan bændastéttarinnar.
  5. Kristín Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KÍ, kynnir fræðsluefni KÍ um félagsmálastörf.

Dagana 26.-29. ágúst var íslenskum kvenfélagskonum boðið á námskeið á vegum Nordens Kvinneforbund.Norges Kvinne-og Familieforbund höfðu umsjón með námskeiðinu í þetta skipti og var það haldið á Clarion Hotel Tyholmen, í Arendal, í Suður- Noregi.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands