Kvenfélagskonur skráið ykkur tímalega á þingið.

Þingskjöl til niðurhals

 

 

 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti
 
Baráttufundur 8. mars 2014 í Iðnó kl. 14
Velkomin á baráttufund kvenna laugardaginn 8. mars í Iðnó kl. 14Konur ræða um áskoranir dagsins í dag og Reykjavíkudætur rappa. Enginn aðgangseyrir!
  
Dagskrá
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Konur til forystu úr öllum áttum
Johanna van Schalkwyk. Að leita að hlutverki mínu í samfélaginu - pælingar frá útlenskri íslenskri konu
Ása Hauksdóttir. Stelpur rokka!
Reykjavíkudætur rappa
Danute Sakalauskiene. Réttindi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir. "Samfélagið er allt í ruglinu"
Lea María Lemarquis. Fyrir friði og jafnrétti
 
Fundarstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir
 

Fimmtudaginn 6. mars nk. milli kl. 17:00 og 19:00 stendur fésbókarhópurinn Matarbýtti í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands fyrir matarbýttum í kjallara Kvennaheimilisins Hallveigarstaða, Túngötu 14.

Viðburðurinn, sem kallast "Út úr skápnum", gengur út á það að hver sem er getur komið með hráefni úr eldhússkápnum sínum og skipt því út fyrir annað hráefni úr eldhússkáp einhvers annars. Hver kannast ekki við það að eiga t.d. krydd sem var keypt til að elda með einhvern rétt en hefur aldrei verið notað aftur? Eða sósujafnara sem er bara notaður á jólunum? Eða fékkstu kannski gott kaffi í jólagjöf en drekkur aldrei neitt nema te? Nú er tækifærið til að koma þessu í réttar hendur. Þú skilur eftir það sem þér nýtist ekki en tekur með þér heim eitthvað sem þú getur notað. Það sem eftir verður ef eitthvað er verður gefið á heimili eða stofnanir sem þurfa á mat eða stuðningi að halda.

Allir eru velkomnir og hvattir til að koma með matvæli til að skipta á.

Konur til forystu

Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands bjóða upp á súpu og spjall í hádeginu á Hallveigarstöðum mánudaginn 27. janúar.

Á fundinum verður rætt um stöðu kvenna í stjórnmálum á landsbyggðinni. Gestir fundarins eru Arna Lára Jónsdóttir bæjarfulltrúi á Ísafirði, Arnbjörg Sveinsdóttir forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, og Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri Hornafjarðar.

Hlutur kvenna í íslenskum sveitarstjórnum hefur aukist jafnt og þétt síðustu áratugina. Konur eru í dag 40% kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum landsins, en betur má ef duga skal. Á fundinum verður rætt um reynslu kvenna í stjórnmálum í bæjarfélögum úti á landi og leiðir til að auka hlut kvenna í stjórnum sveitarfélaga.

Jafnréttisstofa hefur tekið saman tölur og skýrslur um hlutfall kynjanna í íslenskum sveitarstjórnum og á framboðslistum, og hægt er að lesa þá umfjöllun hér.

Fundurinn er fyrst og fremst haldinn af brýnni þörf en einnig í tilefni merkra tímamóta í sögu Kvenfélagasambandsins og Kvenréttindafélagsins. Degi kvenfélagskonunnar og afmæli Kvenréttindafélags Íslands. Dagur kvenfélagskonunnar er 1. febrúar, hann er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands og var útnefndur Dagur kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á veigamiklu og öflugu starfi kvenfélagskvenna í þágu samfélagsins í 140 ár. Kvenréttindafélag Íslands fagnar 107 ára afmæli sínu 27. janúar, en félagið var stofnað árið 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Markmið félagsins við stofnun var að starfa að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og embættisgengi og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og karlmenn. 

Kvenréttindafélagið og Kvenfélagasambandið eru stuðningsaðilar átaksins Konur í forystusæti.

Verið velkomin í súpu, brauð og fróðleik milli kl. 12 og 13 á Hallveigarstöðum.

Aðgangur og veitingar eru ókeypis.

Sóun matvæla, siðferði matvælanotkunnar

Kvenfélagasamband Íslands heldur hádegisfund í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum Túngötu 14, Reykjavík, nk. föstudag 29. nóvember kl. 12 – 13.
Rannveig Magnúsdóttir líffræðingur og verkefnisstjóri hjá Landvernd flytur erindi um sóun matvæla og siðferði matvælanotkunar og sýnir framá leiðir til úrbóta á þessu sviði.
Um 30% matvæla fara í súginn á vesturlöndum, fátt bendir til annars en sama staðan sé uppá á teningnum hér á landi.
Formannaráð Kvenfélagasambands Íslands sendi eftirfarandi ályktun frá fundi sínum 23. nóvember sl.
Hvað þýðir ,,Best fyrir" og ,,Síðasti söludagur"?
Kvenfélagasamband Íslands ætlar ekki að sitja hjá.
Á Íslandi má áætla að um 30% matvæla sé fleygt, á heimilum, á veitingastöðum og úr verslunum. Kvenfélagasambandið boðar til aðgerða með kvenfélagskonum og þjóðinni allri til að sporna gegn sóun matvæla.

Hádegisfundurinn er liður í átaksverkefni Kvenfélagasambandsins gegn sóun matar
Boðið verður uppá grænmetissalat frá Sölufélagi Garðyrkumanna og kaffi á fundinum.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands