Opið hús í Hallveigarstöðum, nýtt kvenfélag stofnað í Reykjavík
 

 
1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar á 80 ára afmæli KÍ  árið 2010 . 
Var það gert til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil og löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.

Dags kvenfélagskonunnar er getið á fjölmörgum dagatölum og í dagbókum og Kvenfélagasamband Íslands vekur athygli á deginum í fjölmiðlum til að festa hann enn frekar í sessi.Kvenfélög og kvenfélagskonur eru hvattar til að muna eftir deginum og jafnvel gera sér dagamun hver og ein eða saman, en einnig að vera tilbúnar til að taka á móti hamingjuóskum og athygli þennan dag.

Kvenfélagasamband Íslands verður með opið hús í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, kl. 16.30 - 18.30  þann 1. febrúar

 

Hópur kvenna hefur um nokkurt skeið unnið að stofnun nýs kvenfélags í Reykjavík sem stofnað verður á Hallveigarstöðum þennan dag.
Hefst stofnfundur þess kl. 17.15 og geta þær konur sem þess óska gerst stofnfélagar á fundinum.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

 

Villa er í uppskrift að Strokk í 4. tbl. Húsfreyjunnar 2011, jólablaðinu s: 48

Í lok 1. umferðar stendur að það eigi að prjóna 2 sléttar en það rétta er að það á að prjóna 1 slétta þar (3 sléttar lykkjur á milli stiga):
Leiðrétting:
 1. umf.: Prjónið *2 sléttar lykkjur, takið 1 lykkju óprjónaða, 1 slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, sláið bandinu tvisvar upp á prjóninn, takið 2 lykkjur óprjónaðar eins og prjóna eigi þær slétt saman, 1 slétt, steypið óprjónuðu lykkjunum saman yfir, sláið bandinu tvisvar upp á prjóninn, prjónið 2 lykkjur saman, 1 slétt*. Endurtakið frá * til * út umferðina.

Á Jólafundi Kvenfélagasambands Íslands sem haldinn var í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum í kvöld var úthlutað styrk úr Minningarsjóði Helgu M. Pálsdóttur

Styrkinn hlaut Andrea Fanney Jónsdóttir klæðskerameistari sem stundar nám í textílhönnun, með áherslu á prjón, í Glasgow School of Art í Skotlandi.
Ritgerð Andreu mun fjalla um íslenskan ullariðnað og sóknarfæri hans.

Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands verður haldinn að Hallvegarstöðum laugardaginn 19. nóvember nk.  kl. 9.15 -14.00

Jafnframt verður námskeiðið „Konur kalla á konur“  haldið að Hallveigarstöðum á sama tíma. kl. 9.15 - 14.00

Námskeiððið hefur verið kennt víða um land undanfarið ár við miklar vinsældir.

Það er einkum ætlað þeim konum sem starfa innan stjórna félaganna eða hafa hug á því  en allar konur sem starfa í kvenfélögun innan Kvenfélagasambands Íslands eru velkomnar á námskeiðið.

Meðal efnis sem kennt er á námskeiðinu er:
Ábyrgð og skyldur stjórnarmanna í kvenfélögum ,verkefnaskipting stjórnar, undirbúningur starfsárs, mannleg samskipti, félagaöflun og mótun framtíðarsýnar, hlutverk Kvenfélagasambands Íslands og héraðssambanda þess.

Kostnaður við námskeiðið er kr. 2500 og innifelur sá kostnaður öll námskeiðisgögn.

Í námskeiðislok, kl. 14.00 er konum af námskeiðinu ásamt konum af formannafundinum boðið að skoða Alþingishúsið undir leiðsögn þingkvenna.

Skráningar óskast fyrir 15. nóvember nk. til Kvenfélagasambands Íslands s: 5527430 og á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Vímuvarnarvikan 2011 stendur nú yfir

Þema vikunnar er: 
Réttur barna á Íslandi til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu
 

Vika 43, vímuvarnavikan, 23. – 30. október í ár en þetta er 8. árið sem þessi vika er tileinkuð vímuvörnum. Vika 43 er vettvangur félagasamtaka sem hafa forvarnir að markmiði starfs síns eða vilja leggja vímuvörnum lið, til þess að vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum; varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka; vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum og; virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands