29. alheimsþing ACWW í Melbourne, Ástralíu í apríl 2019

Alþjóðasamband dreifbýliskvenna, ACWW heldur 29. heimsþing sitt í ráðstefnuhöllinni í miðborg Melbourne í Ástralíu 4. til 10. apríl 2019.
Associated Country Women of the World – ACWW var stofnað árið 1929 sem Alþjóðasamband húsmæðra. Þema þingsins er tileinkað þeim afrekum og tækifærum sem ACWW hefur unnið að og veitt konum og samfélögum þeirra sl. 90 ár. (90 years of Achievements. Building 90 years of Opportunities)

ACWW heldur alþjóðaþing þriðja hvert ár, og heimsálfuþing þriðja hvert ár. Evrópuþing var síðast haldið í Tirgu – Mures í Rúmeníu í september 2017 og síðasta heimsþing var haldið í Englandi í ágúst 2016.

Dagskrá:
4. apríl Skráning hefst, stjórnar og svæðafundir.
5. apríl Formleg opnunarhátíð, þingfundir og kosningar
6. apríl Þingfundir halda áfram
7. apríl Þakkargjörðar hátíð og þingfundir
8. apríl Þingfundir, ákvörðun næsta þings, úrslit kosninga og hátíðarkvöldverður
9. apríl Þingfundir, svæðafundir og formleg lokahátíð.
10. apríl Fundur nýrrar stjórnar og valkvæðar skoðunarferðir.

Þinggjöld: Þinggjald er 440 bresk pund (um 62.600 kr) ef greitt er fyrir 1. október 2018. en þá hækkar gjaldið í 475 bresk pund (um 67.500 kr) skráningar og greiðsla þarf að berast ekki seinna en 31. desember 2018. Mögulegt er að velja staka daga á þinginu en þá kostar dagurinn 105 bresk pund, sem greiða þarf ekki seinna en 31. desember 2018, ekki er hægt að kaupa fleiri en þrjá staka daga. Boðið er upp á skoðunarferðir sem eru innifaldar í þinggjaldi fyrir skráða maka, aðra gesti og vini sem ekki sækja þingfundi. Þeir sem vilja fara í skipulagða skoðunarferð þann 10. apríl greiða sérstaklega fyrir hana 100 pund.
Innifalið í þinggjaldi er þátttaka í þingfundum, veitingar á þingfundum, hádegismatur og hátíðarkvöldverður + skoðunarferðir fyrir maka/gesti. Þeir sem bóka staka daga greiða sérstaklega fyrir hátíðarkvöldverðinn ef þeir sækja þingið þann 8. apríl.

Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á gistingu, morgunmat og kvöldverðum.

Fjölmargir gistimöguleikar eru í Melbourne en mikilvægt er að bóka gistingu með góðum fyrirvara. Þinghaldarar hafa samið við nokkra gististaði í nálægð við þingstaðinn og eru verðin þar á bilinu 10.000 kr fyrir tveggja stjörnu hótel og 22.000 krónur fyrir fjögurra stjörnu gistingu per nótt. Sjá nánar á: www.acww.org.uk/melbourne-hotels.html


Þátttaka: Tilkynna skal KÍ þátttöku. Skrifstofu KÍ veitir aðstoð við skráningu í síma: 5527430 eða í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Við athugun á flugi til Melbourne í Ástralíu þegar þetta er skrifað (júlí 2018) er hægt að fá flug með Icelandair og Singapore Airlines á um 130.000 krónur. Tvö stopp í Kaupmannahöfn eða London og í Singapore.
Melbourne er höfuðborg ástralska fylkisins Viktoríu. Eitt frægasta sérkenni borgarinnar eru sporvagnarnir sem enn eru notaðar þar, en þeir eru í dag notaðar í mjög fáum borgum heimsins. Á stór-Melbourne svæðinu búa um þrjár og hálf milljón manna. Svæðið er hinsvegar mjög mörg sveitarfélog og í borginni sjálfri Melbourne búa einungis 46 þúsund manns. Í gegnum borgina liggur áin Yarra.
Hægt er að velja um 4 skipulagðar skoðunarferðir 10. apríl og er raðað í þær eftir áhuga og eftirspurn. Um er að ræða skoðunarferðir þar sem skoðað er t.d. dýralíf, vínekrur heimsóttar, kíkt á mörgæsir og stórbrotna náttúru í nálægð við Melbourne.

Nánari upplýsingar um þingið er að finna á: https://www.acww.org.uk/conference.html

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands