Norrænt þing kvenfélaga, Álandseyjum 17. - 18. ágúst 2018

Norrænt sumarþing kvenfélaga á Álandseyjum

aland small       Marthaförbundet í Finnlandi. (Kvenfélagasamband sænskumælandi Finna í Finnlandi) býður til norræna sumarþings kvenfélaga á Hotel Arkipelag í Mariehamn á Álandseyjum dagana 17. - 18. ágúst 2018

       Þing Nordens Kvinneförbund, NKF, eru haldin á hverju sumri og skiptast aðildarfélög NKF á a halda þau hvert í sínu landi. Hutverk NKF er að styrkja samstarf milli aðildarfélaganna og vinna að markmiðum þeirra fyrir konur, fjölskyldu, heimili og samfélag ásamt því að efla kynni meðal norrænna kvenna.

      Yfirskrift þingsins er: Öryggi í daglegu lífi. Meðal erinda verða; öryggi og öryggiskennd út frá norrænu sjónarhorni og kynntar aðferðir og leiðir til að koma í veg         fyrir ofbeldi inn á heimilum.

    Þátttakendur skrá sig og greiða þinggjaldið til Kvenfélagasambandsins fyrir 30. apríl en sjá sjálfir um að kaupa flug, lestar- og/eða ferjuferðir. 

 

Skráning:

Bindandi skráning ásamt greiðslu þinggjalds berist til Kvenfélagasamband Íslands  í síðasta lagi  30.4. 2018  á netfangið :  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Millifærið inn á reikning: 513 -26-4492 kt: 710169-6759

Verð:
21.500 kr. Innifalið: þinggjald, allar máltíðir og rútuferðir föstudag og laugardag.

Kostur er gefinn á að taka eingöngu þátt á föstudeginum, skráning nauðsynleg.

  
Gisting:

Hótel Arkipelag, http://www.hotellarkipelag.com/ 
Hótelherbergi, verð per herbergi, per nótt með morgunverðarhlaðborði:
Einstaklingsherbergi: 17.500 kr. 
Tveggja manna herbergi: 21.000 kr. (10.500 kr á mann per nótt)

(Verð samkv gengi 24. feb 2018)

Fyrir þá sem vilja bóka eigin gistingu er bent á:

 http://www.visitaland.com/ 

Við skráningu skal taka fram eftir hvernig herbergi óskað, hve margar nætur og með hverjum viðkomandi vill deila herbergi með. Allar séróskir varðandi mataræði eða annað eiga að koma fram við skráningu.

Frekari upplýsingar veitir skrifstofa KÍ í síma:  5527430

Samkvæmt athugun á flugi 23. feb 2018 voru verð sem hér segir:

Flug með Icelandair til Stokkhólms 16. ágúst 2018 og til baka 19. ágúst 2018 = ca. 36000 kr.

Ferja frá Stokkhólmi til Álandseyja 16. ágúst 16.30 og til baka 19. ágúst 14.25 = 5100 kr.  www.vikingline.ax 

Góðar samgöngur eru við Álandseyjar frá Stokkhólmi, Helsinki og víðar frá Finnlandi, bæði með flugi og á sjó. Stysta leiðin með ferju frá Svíþjóð er frá Grisslehamn eða Kapellskär og tekur ferðin um tvær klukkustundir. Frá Finnlandi er hægt að fara með ferju frá Turku, Naantali og Helsinki. Ferjuferðirnar til Álandseyja eru víst mikil upplifun og því þarf að athuga að panta ferjurnar með góðum fyrirvara því þær verða fljótt upp pantaðar yfir sumartímann. Það er einfalt að fljúga til Álandseyja frá Helsinki, Turku eða Stokkhólmi og tekur flugið um hálftíma frá Stokkhólmi og Turku en rétt innan við klukkutíma frá Helsinki. Frá flugvellinum er aðeins fimm mínútna akstur í miðbæ Maríuhafnar.

Nánari upplýsingar um Álandseyjar er að finna á www.visitaland.com

 „Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að taka þátt í norrænu þingunum. Gaman að kynnast konum frá öðrum löndum sem eru að vinna að sömu verkefnum. Kynnast löndum þeirra og héruðum þar sem þingin eru haldin. Svo er það einstaklega ljúf tilfinning að vera einn hlekkur í norrænu keðjunni og finna alla þessa góðu samkennd sem er einkenni þinganna.“   Margrét Baldursdóttir Kvenfélaginu Hlíf, Akureyri og fyrrum stjórnarkona KÍ.

 

NKF – Nordens Kvinnoförbunds sommarkonferens - Mariehamn 17 – 18.8.2018
DAGSKRÁ

Öryggi í daglegu lífi

Fimmtudagur 16. ágúst      
Kl. 20              Skráning                     
                        Óformleg dag
skrá fyrir þá sem eru komnir

Föstudagur 17.8.

Kl. 9.00 -10.00           Skráning

Kl. 10.00                    Þingsetning
           
 Kl. 10.30                    Öryggi og traust – Norræna gullið
                                    Katrin Sjögren

 
Kl. 10.50                     Pallborðsumræður um norræna velferð og öryggi

                       

Kl. 11.30 – 12.30       Hádegisverður

12.30 – 14.00              Að hafa stjórn á daglegu lífi með Martha-forbundet
                                    Fjármál kvenna: Mia-Maja Wägar, fjármálaráðgjafi. 
                                    Heimili: Elisabeth Eriksson, heimilisráðgjafi                                                                                                                                                                                                                                                                                                         Vistfræði: Anita Storm, vistfræðiráðgjafi

Kl. 14.0 – 14.30         Kaffihlé

Kl. 14.30 – 15.30        Huskurage
                                            ”Að skapa öryggiskennd og koma í veg fyrir ofbeldi á heimilum”
                                          - ”Huskurage” er samfélagsleg umhyggja gagnvart nágrönnum okkar.                                                                                                                                                                                                                                                                Ekki standa hjá ef ef þig grunar að í næstu íbúð sé verið að fremja ofbeldi. Láttu þig málið varða.

.

Kl. 16.00                    Hefðbundinni dagskrá lýkur
           

Kl. 18.00                    Móttaka: Sjökvarteret Mariehamn
                       

Kl. 19.00                    Kvöldverður á hótelinu

 

Laugardagur 18.8.    


Kl. 9.00                      Útsýnisferð, rúta sækir konur á hótelið.

Kl. 10.30                    Kaffihlé

Kl. 13-15                    Martha-hádegisverður í Hammarbo
                                  Kynningar á kvenfélögum á Álandseyjum   
                                  Umræður

Ferð framhaldið til ca 16.00.

Kl. 19                        Hátíðakvöldverður í Smakbyn
                                  Kvöldið hefst á móttöku á vegum svæðisráðs Álandseyja

 

Fyrirlestrar föstudagsins verða haldnir á Hótel Arkipelag. http://www.hotellarkipelag.com/

Birt með fyrirvara um breytingar á dagskrá.

 
Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands