100 ára afmæli NKF í Varberg í Svíþjóð 14. - 16. júní 2019

100 ára afmæli NKF verður haldið á sumarþingi NKF í Varberg í Svíþjóð dagana 14. - 16. júní nk. Sænska kvenfélagasambandið, Hem og Samhålle er gestgjafi þingsins að þessu sinni. 

Þema þingsins er: Sjálfbær þróun frá félagslegu sjónarmiði. 

Ráðstefnan fer fram á Varbergs Stadshotell & Asian SPA. Einstakt hótel sem býður upp á  fremstu ráðstefnu- og afþreyingaraðstöðu Svíþjóðar. Hótelið var byggt 1902 og þar blandast saman á einstakan hátt það gamla og nýja. Á hótelinu er boðið upp á asíska heilsulind í fremstu röð. 

varberg stadshotell asia 

Drög að dagskrá:

Föstudagur 14. júní

9:00 - 10:00 Skráning, kaffi og meðlæti

10:00 Opnunarhátíð

11:00 Kerstin Engle, formaður Fistula Foundation, talar um starfsemi í Addis Ababa

12:00 Birgitta Notlöf stofnandi The Lifestyle, þekkingar- og hönnunarmiðstöð þar sem konur frá öllum heimshornum taka þátt

13:00 Hádegismatur

14:00 Sænsku neytendasamtökin - Málefni Norðurlanda

15:00 Kaffi

16:00 NKF í 100 ár

19:00 Kvöldmatur

Laugardagurinn 15. júní

10:00 Skoðunarferð, Borgarferð, Ästad Vineyard í hádeginu, Lambaferðir á Öströö og kaffi. Komið aftur til Varberg um 15.00

19:00 Hátíðarkvöldverður og skemmtun

 

Í boði verða einstaklings- og tveggjamanna herbergi.  Verðið verður ekki hærra en 500 Evrur.  En fast verð hefur ekki verið tilkynnt.  Munum setja það inn um leið og verð berast. 

Hægt verður að bóka aukanætur á hótelinu í tengslum við þingið.  Þeir sem hafa tíma geta bókað sig í Spa fyrir 295 sænskar krónur.  Dagspassar munu verða í boði en verð er ekki klárt. 

Nánari upplýsingar munu berast frá Svíþjóð í lok janúar 2019. 

Skráningarfrestur á þingið er 31. mars 2019.

Endilega sendu póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þú hefur áhuga á að koma með.   Ætlum að skoða hvort forsenda er fyrir skipulagðri ferð á þingið, en það fer allt eftir fjölda. 

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands