Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar skilafrestur

Húsfreyjan, tímarit Kvenfélagasambands Íslands, efnir til ljóðasamkeppni á 70 ára afmælisári.

Þema keppninnar verður KONA. Fólk á öllum aldri er hvatt til þátttöku – skilafrestur rennur út 20. september 2019. Greint verður frá niðurstöðum keppninnar og verðlaun veitt í nóvember og verður sá viðburður nánar auglýstur í septembertölublaði Húsfreyjunnar 2019. Fjallað verður um úrslit keppninnar og verðlaunaljóðin birt. Ljóðasamkeppnin er öllum opin. Húsfreyjan áskilur sér rétt til að birta ljóðin sem berast í keppnina endurgjaldslaust í Húsfreyjunni eftir því sem ritstjórn ákveður. Valin verða þrjú verðlaunaljóð í fyrsta, annað og þriðja sæti og þau birt í Húsfreyjunni ásamt umfjöllun um höfunda.

Í dómnefnd keppninnar sitja:

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, bókasafnsfræðingur

Jónína Eiríksdóttir, bókasafnsfræðingur og verkefnisstjóri

Kristín Linda Jónsdóttir, ritstjóri Húsfreyjunnar

Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskáld og sagnfræðingur<

Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri

Framkvæmdastjóri keppninnar er Guðrún Þóranna Jónsdóttir, formaður ritstjórnar Húsfreyjunnar. Ljóðin skulu send í bréfpósti. Ljóðin á að merkja með dulnefni og einnig þarf í sama bréfi að vera lokað umslag merkt með sama dulnefni sem inniheldur nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang höfundar.

Utanáskriftin er:

Húsfreyjan – ljóðasamkeppni

Hallveigarstöðum Túngötu 14

101 Reykjavík

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2019 Kvenfélagasamband Íslands