Mörtudagar í Finnlandi - Kuopio

Dagana 15. – 17. Júní 2022 býður  Finnska kvenfélagasambandið (Marttaliitto)  á Norræna Mörtudaga.

Dagskráin hefst að morgni 15. júní og lýkur um hádegi 17. júní.

 Vinsamlega skráðu þig hér svo skrifstofa KÍ geti fylgst með hópnum sem ætlar sér að fara.

  Ath samt að skráning fer fram í gegnum Mörturnar í Finnlandi. Sjá hér að neðan. 

Norrænir Mörtudagar í Kuopio í Finnlandi 15.–17.  júní 2023

 Smökkum á Savo

 Á dagskránni verður kynning á matarmenningu Savo, heimsóknir til matvælaframleiðenda á svæðinu, borgin býður gestum í móttöku, heimsókn á víngarð, leiðsögn um borgina og gægst verður inn í eldhús hjá kvenfélagskonum (Mörtum) í Savo.

Meðal gesta og fyrirlesara verða þingmenn Evrópuþingsins, Sirpa Pietikäinen, forseti Marttaliitto, og  Marianne Heikkilä, framkvæmdastjóri Marttaliitto.

Verðið er 280 evrur. (Hótelherbergi og ferðakostnaður til Kuopio eru ekki innifalin í verði.)

Verðið felur í sér;

Fimmtudaginn 15. júní frá 9:00 til 18:00 fyrirlestrar, morgunkaffi, hádegismat, síðdegiskaffi og kokteilboð.

Föstudaginn 16. júní frá 10:00 til 22:00 skoðunar- og bátsferð, hádegismat um borð í bátnum og veislukvöldverð

Laugardaginn frá 10:30 til 13:30 Miðbær Kuopio skoðaður og kíkt í eldhúsið hjá Mörtum í Savo.

Nánari upplýsingar og bindandi skráning eigi síðar en 10.4.2023, ásamt  greiðsluleiðbeiningum fyrir viðburði o.fl á:

 https://www.martat.fi/savo/tapahtuma/pohjoismaiset-marttapaivat-kuopio-15-16-6-2023/?post-id=149569 

Hótelbókanir að vild en hægt er að panta herbergi á Hotel Puijonsarvi:

  • Sími: +358 10 762 9500
  • E-póstur: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Vefsíða www.sokoshotels.fi:

Notið BÓKUNARAUÐKENNI: BMARTTA23 við bókun, Herbergispantanir þarf að gera eigi síðar en 14.05.2023.

Einstaklingsherbergi  130 €/pr. nótt

Tveggjamanna herbergi 150 €/pr. nótt


Verðið felur í sér ókeypis aðgang að líkamsræktarstöðinni, gufubaði og staðgóðum morgunverði.

Gestgjafarnir Kvenfélagskonur (Mörtur) í Savo bjóða okkur hjartanlega velkomnar til að fagna Mörtudögum í Kuopio!

dock 5467864 1920

 

Kuopio er níunda stærsta borg Finnlands með meira en 118.000 íbúa. Alls búa um 600.000 manns á Kuopio svæðinu. Flatarmál borgarinnar er 4.320 km², þar af fjórðungur vatnasvæði.

Kuopio og vísindagarðurinn þar er miðstöð fyrir heilsu, umhverfi og vellíðan sem hefur unnið bæði innlendar og alþjóðlegar viðurkenningar.

Falleg náttúra og notalegt umhverfi með framúrskarandi þjónustu gera Kuopio að aðlaðandi stað til að heimsækja.  Kuopio er í Norður Savo og var svæðið var valið „Evrópska matargerðarsvæðið“ árin 2020- 2021. Í Kuopio eru flestir veitingastaðir í Finnlandi miðað við íbúafjölda þar sem boðið er upp á hreint hágæða hráefni frá ökrum, skógum og vötnum í nágrenninu.

Borgin er umkringd Kallavesi-vatni og hinu fjölbreytta Puijo-svæði, fínum laufskógi og tjarnir eru víða í borginni - þetta eru einhver af þekktustu náttúrueinkennum Kuopio. (www.kuopio.fi)

Fjarlægðin milli Helsinki og Kuopio er 336 km. Hægt er að fljúga frá Helsinki, fara með bíl, rútu eða lest.

 

 Dagskrá: 

Fimmtudagur 15. júní 2023

9:00       skráning og morgunkaffi/te, Hótel Puijonsarvi, Kaffetorgið

10:00    velkomin til Kuopio

Sonja Haapakoski, martha

10:05    Ávarp

Merja Ikonen, stjórnarformaður, Savon Martat

10:10    Sjálfbært hversdagslíf í 124 ár

Martha Marianne Heikkilä, aðalritari, Marttaliitto

10:30    Hlé

10:50    Sjálfbær matvælakerfi

Sirpa Pietikäinen, MEP, formaður, Marttaliitto

12:00     Hádegismatur

13:00     Matarmenning og matarþekking í Norður Savo

Johanna Kantala, sérfræðingur í vöruþróun, Savonia University of Applied Sciences

13:30    Kuopio & Northern Savolax – fyrsta ERG (European Region of Gastronomy – Evrópska matargerðarsvæðið) verðlaunað matarlandslag í Finnlandi

Kirsi Vartia, sérfræðingur í mat og ferðaþjónustu

14:00    Kaffihlé á Kaffitorginu

14:30    Willimaku, saga fyrirtækisins og vörur þess

Eetu Tikkanen, frumkvöðull

15:00    Hlé (innritun á hótel)

15:30    Sameiginleg gönguferð (730 m) að ráðhúsinu, Tulliportinkatu 31

16:00    Móttaka borgarinnar í Ráðhúsinu í Kuopio - kokteilveisla

18:00    Deginum lýkur við Siskotyttö styttuna í markaðshöllinni

 

Föstudagur 16. júní 2023

7–9:30 Morgunverður (hótelgestir)

9:45       Safnast saman í móttöku hótelsins

10           Rúta sækir okkur frá Hotel Puijonsarvi í heimsókn til Palvelualan Opisto Kuopio (einkaskóli)

Hanni-Mari Larronmaa, skólastjóri tekur á móti hópnum

11:30    Farið með rútu til Kuopio hafnar

12           Skemmtisigling, með bát til Alahovi víngerðarinnar, hádegisverður á bátnum, víngerðin gefur smakk

16           Aftur í höfn, gangandi að hóteli (450 m) – eigin tími

19–22   Hátíðarkvöldverður á Hótel Puijonsarvi - dagskrá

 

Laugardagur 17. júní 2022

10:30    Gönguferð með leiðsögn um miðbæ Kuopio

12:30    Tækifæri til að skoða Eldhús Savo Mörtu (Savon Martat, Haapaniemenkatu 23 B), léttar veitingar

13:30    Deginum og formlegri dagskrá lýkur – Takk fyrir að taka þátt!

Savon Martat áskilur sér rétt til að gera breytingar á dagskránni

(Savon Martat er kvenfélagið á svæðinu)

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands