Gjöf til allra kvenna á Íslandi - söfnun

Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar 1930 og fagnar því 90 árum á þessu ári.

Kvenfélagasamband Íslands (KÍ), er samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaganna í landinu. KÍ er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu, með 17 héraðssambönd og 154 kvenfélög sem telja tæplega 5000 félaga. 1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar.

gjöftil kvenna á Íslandi

Í tilefni 90 ára afmælisins munu kvenfélög um land allt standa fyrir söfnun.

Kvenfélagskonur safna fyrir tækjum og hugbúnaði honum tengdum, sem kemur til með að gagnast öllum konum um landið allt. Um er að ræða mónitora og ómtæki, nýja eða uppfærða eftir því sem við á og rafrænar tengingar á milli landsbyggðar og Kvennadeildar Landspítalans.

Þau munu nýtast öllum konum á Íslandi, hvort sem er við meðgöngu og fæðingu, eða skoðana vegna kvensjúkdóma.

Tækin sem safnað verður fyrir geta aukið öryggi í greiningum og í mörgum tilfellum komið í veg fyrir að senda þurfi konur á milli landshluta vegna ýmissa óvissuþátta.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tileinkað árið 2020 hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum og það er okkur því sérstakt gleðiefni að safna tækjum sem nýtast þessum starfsstéttum.

Kvenfélagskonur hafa stutt við l Landsspítalann frá stofnun hans og staðið fyrir söfnunum á peningum og tækjum sem hafa komið sér vel fyrir fjölmarga þegna landsins.

Á meðan söfnuninni stendur munu kvenfélagskonur út um allt land meðal annars selja falleg armbönd sem í eru grafin gildi sambandsins, Kærleikur – Samvinna – Virðing og Ég er kvenfélagskona.

Í samvinnu við Omnom verður líka selt súkkulaði frá Omnom þrjár plötur í pakka.

Getur lagt inn pöntun hér Pöntunarform

Ef vinnustaðurinn þinn vill fá heimsókn frá kvenfélagskonum með armbönd og súkkulaði, láttu okkur vita og við finnum tíma með þér. Sendu póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hægt er að leggja beint inn á söfnunarreikninginn: 513-26-200000 kt: 710169-6759

Capture

Markmiðið er að safna 36 milljónum króna.

Söfnunin stendur til 1. febrúar 2021.

 

Allar nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu KÍ s: 5527430 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og afmælisnefnd.

Kvenfélög hafa samband við skrifstofu til að fá aðgang að pöntunarformi. 

Afmælisnefnd skipa: 

 Eva Michelsen KSK, Elinborg Sigurðardottir SSK, Linda Sverrisdóttir SBK, Harpa B. Hjálmtýsdóttir KSK, Ágústa Magnúsdóttir KSGK ásamt fulltrúum stjórnar KÍ, Þórný Jóhannsdóttir varaforseti KÍ, Sólveig Ólafsdóttir varastjórn KÍ og Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ.

Omnom súkkulaði 3 pk. 3500 kr

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2019 Kvenfélagasamband Íslands