Fjölmennt á stofnfundi nýs kvenfélags í Kópavogi.

1. febrúar, á Degi kvenfélagskonunnar var Félag kvenna í Kópavogi formlega stofnað.
Á stofnfundinn sem haldinn var í sal Siglingaklúbbsins Ými við Naustavör mættu hátt í 80 konur og var fullt út úr dyrum. Vaskar konur í Kópavogi höfðu undirbúið stofnunina í þó nokkurn tíma og var mikil gleði á fundinum, þar sem lög félagsins og nafn félagsins voru samþykkt og kosin stjórn. Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambandsins færði félaginu gestabók frá KÍ og færði hinu nýja félagi góðar kveðjur frá stjórn KÍ. Með stofnun félagsins verður haldið áfram sögu kvenfélags í Kópavogi. En á síðasta ári var Kvenfélagi Kópavogs því miður slitið en það hafði starfað í 70 ár.  Með stofnun þessa nýja félags mun kvenfélagastarf í Kópavogi halda áfram. Það er mikill eldmóður í konum í nýja félaginu og verðrur gaman að fylgjast með starfi þeirra. 

Þessar konur hlutu kosningu í stjórn Félags kvenna í Kópavogi.. 

Bryndís Friðgeirsdóttir, formaður
Eva Michelsen, varaformaður
Brynhildur Jónsdóttir, fjármálafulltrúi
Kristín Björk Viðarsdóttir, upplýsingafulltrúi
Harpa B. Hjálmtýsdóttir, viðburðastjóri
Ásta Hjálmtýsdóttir, varamaður
Þórhildur Guðsteinsdóttir, varamaður

Á myndinni sem fylgir eru konur í undribúningsnefnd stofnfundar ásamt nýkjörinni stjórn Félags kvenna í Kópavogi ásamt Guðrúnu Þórðardóttur forseta KÍ og Vilborgu Eiríksdóttur varaforseta KÍ.

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands