Haustblað Húsfreyjunnar er komið á sölustaði.

Glæsilegt haustblað Húsfreyjunnar 

Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Solveigu Theodórsdóttur, formann Heimilisiðnaðarfélags Íslands, en Heimilisiðnaðarfélagið fagnar 100 ára afmæli sínu í ár. Einnig er viðamikið viðtal við Rannveigu Önnu Jónsdóttur á Eyrarbakka, eða Önnu í Túni eins og hún er jafnan nefnd, en Anna hefur komið á fót Konubókastofu og hafið söfnun bóka og tímarita eftir íslenskar konur. 

Að venju er í blaðinu glæsilegur matreiðsluþáttur með fjölda uppskrifta í umsjón Margrétar S. Sigbjörnsdóttur og í blaðinu er líka spennandi handavinna í umsjón Huldu Soffíu Arnbergsdóttur. Sagt er frá norrænu kvenfélagaþingi í Bodö í Noregi og fréttir af starfi Kvenfélagasambands Íslands og kvenfélaganna. Leiðbeiningastöð heimilanna fjallar um haustuppskeruna og nýtingu á henni og hvernig koma megi í veg fyrir sóun á mat. Frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir svarar spurningum Húsfreyjunnar og spjallað er við frumkvöðulinn Katrínu Sylvíu. 

Kvenfélagasamband Íslands hefur gefið Húsfreyjuna út í 64 ár, ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir.

 

 

Sumarblað Húsfreyjunnar komið út

Sumarblað Húsfreyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Íslands, er komið út. 
 
Í blaðinu eru áhugaverð viðtöl, fræðsla, ráðgjöf um matargerð og heilsu, uppskriftir og handavinna, krossgáta og fréttir.
 
Lesendur fá innsýn í líf lögreglukonunnar Ingibjargar Pétursdóttur sem jafnaframt er maraþonhlaupari og tók þátt í Bostonmaraþoninu í ár en því gat hún ekki lokið vegna hryðjuverka.
 
Einnig er í tímaritinu spjallað við Ellen Jónínu Sæmundsdóttur sem nú stundar nám við Álaborgarháskóla í Danmörku og  Margréti Samsonardóttur kvenfélagskonu á Egilsstöðum.  Anna Rósa Róbertsdóttir grasafræðingur og Guðrún Lára Pálmadóttir umhverfisfræðingur gefa góð ráð um heilsu og umhverfi
 
Mjög fjölbreyttur handavinnuþáttur í umsjón Jóhönnu Erlu Pálmadóttur með útsaumi og prjóni er í blaðinu einnig þáttur með endurnýtingu hannyrða þar sem hekl, saumaskapur og föndur er notað.
 
Margrét S. Sigbjörnsdóttir sér um matreiðsluþáttinn sem að þessu sinni samanstendur af nýstárlegu snakki með skyrsósu, léttu sumarlegu salati með hnetusósu, mörgum fiskréttum, tveimur kjötréttum og tveimur eftirréttum.
 
Eygló Guðjónsdóttir forstöðumaður Leiðbeiningastöðvar heimilanna gefur góð ráð um það sem hafa þarf í huga áður en lagt er í ferðalög og fleira
 
Í blaðinu eru fréttir frá formannaráðsfundi Kvenfélagasambands Íslands og frá nokkrum kvenfélögum.
Krossgáta Dollýar er á sínum stað. 
 
Kvenfélagasambandið hefur gefið Húsfreyjuna út í 64 ár. 
Ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir.

Haustblað Húsfreyjunnar er komið út

Haustblað Húsfreyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Íslands er komin út.

Að þessu sinni eru aðalviðtölin við Torfhildi Rúnu Gunnarsdóttir sem lauk stúdentsprófi um sextugt og gekk af því tilefni Jakobsveginn, gönguleiðina löngu á Spáni og Mjöll Einarsdóttur kvenfélags og handavinnukonu á Selfossi. Eygló Guðjónsdóttir forstöðumaður Leiðbeiningarstöðvar heimilanna fjallar um nesti og hvað er nauðsynlegt að hafa í huga þegar við þvoum okkar þvott. Margrét S. Sigurbjörnsdóttir kennari sér um matreiðsluþáttinn: Hollt og hagkvæmt, þar eru meðal annars uppskriftir af villigæs, beyglum, heimagerðum osti og heitri salsasúpu fyrir haustkvöldin. Hildur Sveinsdóttir textílkennari sér um handavinnuþáttinn sem inniheldur hlýtt teppi, herrapeysu, stelpu tösku, húfu og hringtrefil. Einnig er í blaðin glæsileg uppskrift af bútasaums diskamottum fyrir jól og aðventu. Síðan eru fréttir frá Kvenfélagasambandi Íslands og krossgáta Dollýar er á sínum stað. 

 Kvenfélagasamband Íslands hefur gefið Húsfreyjuna út í 62 ár, ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir.

Húsfreyjan er seld í áskrift hjá Kvenfélagasambandi Íslands
og í lausasölu, sjá sölustaði: http://kvenfelag.is/husfreyjan/solustadir.html

Húsfreyjan - tímarit

Túngata 14, 101 Reykjavik - Íslands

  552 7430
  husfreyjan@kvenfelag.is


kt.  610486-1269
Vsk. nr:  11442

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands