Blóm

  • Kvenfélagasamband Íslands
  • myndaseria banner2
  • Kvenfélagasamband Íslands
  • myndaseria banner5 2016

Margmenni hjá Kvenfélagasambandinu á beinverndardaginn

þann .

Hátt á annað hundrað manns, konur og karlar, lagði leið sína í Kvennaheimilið Hallveigarstöðum í dag á alþjóðlega beinverndardeginum. 
Tilefnið var að fræðast um beinheilsu. Halldóra Björnsdóttir flutti fræðsluerindi um beinþynningu og forvarnir og hægt var að láta mæla hjá sér beinþéttni. Mjólkursamsalan, aðal styrktaraðili Beinverndar, bauð uppá kalríkar veitingar, osta, ostakökur og ýmiskonar skyr og próteindrykki.
Kvenfélagasambandið þakkar Beinvernd samstarfið og gestunum fyrir komuna og hvetur fólk til að huga að beinheilsu sinni og taka áhættupróf um beinþynningu sjá hér

Gættu beina þinna - Alþjóðlegur beinverndardagur

þann .

Í tilefni af alþjóðlegum beinverndardegi verður Beinvernd með opið hús í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.

Flutt verður fræðsluerindi um beinþynningu og forvarnir kl. 14:00 og spurningar/umræður á eftir. Erindið verður síðan endurflutt kl. 15:00 og kl. 16:00.

Beinþéttnimælingar (ómskoðun á hælbeini) verða á milli kl. 14:30 - 17:00. Boðið verður upp á kalkríkar veitingar.

Mætum, fræðumst og höfum gaman saman.

 

Húsfreyjan er komin út

þann .

Húsfreyjan tímarit Kvenfélagasambands Íslands er komin út.

 

Í þessu haustblaði er viðtal við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, þar sem hún fjallar um hundrað ára kosningaafmæli kvenna á síðasta ári og um baráttuna fyrir því að reisa styttu af, Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var til Alþingis.  Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambandsins fjallar um starf kvenfélagskvenna og sagt er frá þingi norræna kvenfélagskvenna í Vestmannaeyjum sem haldið var í sumar.

Ásdís Sigurgestsdóttir sér um handavinnuþátt Húsfreyjunnar og kynnir þar glæsilegar röndóttar lopapeysur sem án ef verða vinsælar á prjónunum í vetur.  Einnig er í þættinum fallegur jólaútsaumur.  Helena Gunnarsdóttir sér um matarþátt og er þar meðal annars með uppskriftir af bláberjaböku og hollum næturgraut. Sædís Ósk Harðardóttir sérkennari er í áhugaverðu viðtali þar sem bæði er fjallað um skólamál og skó og Jóhanna E. Pálmadóttir segir frá Prjónagleði á Blönduósi. Elín Káradóttir, ung kona sem býr í Hveragerði en alin upp í Hróarstungu á Austurlandi, svarar spurningum Húsfreyjunnar.  Fjallað er um félagsmál og skilvirka fundi, beinvernd, frystingu matvæla og frystitæki og Evrópsku nýtnivikuna svo eitthvað sé nefnt. 

Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum ári, í mars, júní, september og nóvember og er seld í áskrift hjá Kvenfélagasambandi Ísland, kvenfelag@kvenfelag.is, og einnig í lausasölu. Ritstjóri Húsfreyjunnar er Kristín Linda Jónsdóttir.