Blóm

  • Kvenfélagasamband Íslands
  • myndaseria banner5 2016
  • Kvenfélagasamband Íslands
  • myndaseria banner2

Jólablað Húsfreyjunnar ferskt á sölustöðum

þann .

Aðventu og jólablað Húsfreyjunnar er komið út, glæsilegt að vanda.

Blaðið er til sölu í öllum helstu bókabúðum landsins. Í blaðinu er áhugavert viðtal við Önnu Katarzynu Wozniczku formann Félags kvenna af erlendum uppruna og kvenfélagskonu í Kvenfélagi Grímsneshrepps.  Ásta Price sem ólst upp í Suður-Afríku en býr í Mývatnssveit segir sögu sín og Dagný Finnbjörnsdóttir kvenfélagskona í Hnífsdal og nýr formaður Sambands vestfirskra kvenna segir lesendum frá sínu líf en hún rekur tískverslun og er í háskólanámi. 

Í Húsfreyjunni er glæsilegur matarþáttur með uppskriftum Helenu Gunnarsdóttur og vandaður handavinnuþáttur unnin af Ásdísi Sigurgestsdóttur þar sem englar, sjöl, vetlingar og ljósaseríur eru í aðalhlutverki.

53. formannaráðsfundur Kvenfélagasambandsins ályktar

þann .

53 formannafundurFormannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 19. nóvember 2016 í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum í Reykjavík skorar á væntanlegan heilbrigðisráðherra, ríkisstjórnina sem tekur brátt við völdum og nýkjörna alþingismenn að gera átak í og leysa það ófremdarástand sem skapast hefur þegar allt að þriggja ára bið er eft­ir að konur kom­ist í grind­ar­botns­ aðgerðir.  Bíða nú um 300 kon­ur eftir að komast í aðgerðir á Kvenna­deild Land­spít­al­ans. Geta þær átt von á að biðin taki allt að þrjú ár. Aðgerðirnar sem um ræðir eru einkum vegna blöðrusigs, ristilsigs, legsigs og þvagleka.

Greinargerð:

53. formannafundurSvo virðist vera að konur sem þurfa á aðgerðum sem þessum að halda virðist verða útundan þegar verið er að útdeila peningunum í heilbrigðiskerfinu. Kvenfélagasambandið bendir á að þar er um óbeina kynbundna mismunun að ræða.

Það þarf ekki auðugt ímyndunarafl til að sjá að það að þurfa að bíða svo lengi eft­ir að kom­ast í þessar aðgerðir hef­ur gríðarlega mik­il áhrif á lífs­gæði kvenn­anna sem fyrir því verða.

Jólafundur KÍ 18. nóvember kl. 17.00

þann .

Jólafundur KÍJólafundur Kvenfélagasambands Íslands verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða kl. 17 föstudaginn 18 nóvember nk. 

Heiðursfélagar KÍ, núverandi og fyrrverandi stjórnar- starfs- og nefndarkonur sambandsins, formenn héraðssambanda KÍ og kvenfélagskonur, eftir því sem húsrúm leyfir, eru boðnar velkomnar. Boðið verður uppá kaffiveitingar og hefðbundna jólafundardagskrá.
Munið jólahappdrættið.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku eigi síðar en fimmtudaginn 17. nóvember n.k. í síma 552 7430 eða á tölvupóstfangið: kvenfelag@kvenfelag.is

Með tilkomu nýrrar stólalyftu er aðgengi er fyrir alla niður í salinn!