Blóm

  • myndaseria banner2
  • Kvenfélagsamband Íslands
  • Kvenfélagasamband Íslands
  • Kvenfélagasamband Íslands

Norrænt þing kvenfélaga, Vestmannaeyjum í júní 2016

þann .

Norrænt þing kvenfélaga verður haldið í Vestmannaeyjum dagana 17. - 19. júní 2016.
Þema þingsins er "Lifað í sátt við náttúruna"

Á þinginu mun Kvenfélagasambandið taka við formennsku í Nordens kvinneförbund, NKF.

Kvenfélagasamband Íslands skipuleggur þingið sem er haldið til skiptis á Norðurlöndunum. Gist verður á Hótel Vestmannaeyjum og þingfundir verða í AKÓGES húsinu sem staðsett er rétt við hótelið. Fyrirlestarar fara fram á norrænum tungumálum, m.a. íslensku og verður efni fyrirlestranna tiltækt á íslensku og öðrum norðurlandamálum til hagræðis fyrir þinggesti. Hægt er að velja um að fara með rútu frá Reykjavík á fimmtudegi, fara á eigin vegum eða koma á föstudagsmorgni á þingstað. Einnig er valkvætt að taka þátt í ferð um Suðurland sunnudaginn 19. júní.

Skráning og greiðsla á þingið, í gistingu, og í ferðir til og frá Vestmannaeyjum fer fram hér á vefnum  www.kvenfelag.is og skal vera lokið fyrir 15. apríl nk.

Kvenfélagskonur endilega skráið ykkur tímalega á þingið.

 

Morgunverðarfundur - Saman gegn sóun

þann .

Fimmtudaginn 17. mars nk. verður haldin morgunverðarfundur á Hallveigarstöðum kl. 8:30 - 10:00.

Dagskrá fundarins:

  • Saman gegn sóun: Ávarp Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra.
  • Matarsoun.is: Ein vefgátt fyrir alla, Ingunn Gunnarsdóttir frá Umhverfisstofnun
  • Geta ný strikamerki stuðlað að minni matarsóun: Benedikt Hauksson frá GS1
  • Aðgerðir gegn matarsóun: Hulda Margrét Birkisdóttir frá Kvenfélagasambandi Íslands
  • Kynning á námsefni um úrgangsforvarnir: Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd

Fundarstjóri er Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri

Allir velkomnir og morgunverður í boði.

Til að áætla fjölda skal skráning send í tölvupósti til thorunn.elfa@uar.is fyrir klukkan 16:00 þann 16. mars 2016

Kvenfélagasambandið hvetur kvenfélagskonur til að fjölmenna á fundinn. 

Formannafundur KÍ í Grindavík 26. - 27. febrúar nk.

þann .

52. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands fer fram í Salthúsinu í Grindavík 26. - 27. febrúar nk. 

Yfirskrift fundarins er Jákvæðni og vellíðan í félagsstarfi
Aðalfyrirlesari á fundinum er Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og ritstjóri Húsfreyjunnar.
Kvenfélagskonur eru velkomnar að koma og hlýða á erindi Kristínar Lindu á meðan húsrúm leyfir. 

Formannafundir Kvenfélagasambands Íslands fara fram tvisvar á ári. Fundina sækja formenn héraðssambanda KÍ ásamt stjórnar og nefndarkonum sambandsins.
Fyrri fundurinn, sem er aðalfundur, er haldinn í febrúar eða mars og sá síðari í nóvember.

Dagskrá fundarins: