Blóm

  • myndaseria banner2
  • Kvenfélagasamband Íslands
  • myndaseria banner5 2016
  • Kvenfélagasamband Íslands

Umsóknarfrestur Handverkshátíð 2017 rennur út 1. apríl

þann .

Handverkshátíðin í Eyjafjarðasveit er fyrir lifandi löngu orðin einn stærsti menningarviðburður á Eyjafjarðarsvæðinu jafnframt því að vera einn stærsti vettvangur handverksfólks og hönnuða á landinu. Handverkshátíðin verður nú haldin í 25. sinn. Í ár verður unnið með okkar ástkæra tré og verða sýningar, námskeið og uppákomur með tré í fararbroddi.Um 100 hönnuðir og handverksfólk selja fatnað, keramik, snyrtivörur, textílvörur, skart o.fl. sem oftar en ekki er unnið úr rammíslensku hráefni og fær hátíðin um 15-20 þúsund heimsóknir ár hvert.  Það verður eitthvað fyrir alla fjölskylduna dagana 10.-13.ágúst á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, 10 km sunnan við Akureyri.  Nánari upplýsingar er hægt að fá á handverk@esveit.is

Hér er hægt að sækja um:
Umsóknareyðublað

Norrænt bréf kvenfélaganna birt á degi Norðurlandanna

þann .

Norræna bréfið í ár skrifar Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

 Sigridur Bjork Gudjonsdottir

   Nordens kvinneförbund, NKF, er samband kvenfélaga á
   Norðurlöndum. 
Árlega fær eitt af aðildarsamtökum landanna,
   aðila í sínu heimalandi til að skrifa s.k. „Norrænt bréf“ um
   málefni sem er efst á baugi og og varðar félagsheildina. 
   Norræna bréfið birtist í miðlum aðildarsamtakanna
   í tengslum við Dag norðurlandanna, 23. mars.
   Bréfið birtist í 1. tbl. Húsfreyjunar 2017

 

Sjá Norræna bréfið hér:

Húsfreyjan 1.tbl 2017 er komin út

þann .

Húsfreyjan tímarit Kvenfélagasambands Íslands er komin út. Þetta er fyrsta tölublað ársins 2017 og 68. árgangur tímaritsins. Tölublaðið er helgað kvenfélagskonum enda er 1. febrúar ár hvert dagur kvenfélagskonunnar. Kvenfélagskonur hafa því valið febrúar sem sinn mánuð og þemað er gyllt.
Í blaðinu er sagt frá starfsemi kvenfélaga og svæðasambanda víða um land og einnig er fjallað um málefni Kvenfélagasambands Íslands, venju samkvæmt. Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ ávarpar lesendur, hvetur þá til að gylla tilveruna og bendir á að góð kvenfélagskona er gulli betri.
Í tölublaðinu er efnismikið og athyglisvert viðtal við Sigrúnu Magnúsdóttur kvenfélagskonu og fráfarandi ráðherra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu skrifar um nýja nálgun á Íslandi í baráttunni við heimilisofbeldi.