Kvenfélagasamband Íslands

Kvenfélagasamband Íslands, KÍ, var stofnað þann 1. febrúar 1930.
Stofndagurinn, 1. febrúar, var árið 2010 útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar"
Markmiðið með stofnun Kvenfélagasambandsins var að sameina kvenfélög landsins í eina heild. Innan KÍ eru 18 héraðs- og svæðasambönd með um 170 kvenfélög innanborðs.

Stjórn og stofnanir
Stjórn KÍ er kosin á landsþingi sem haldið er þriðja hvert ár sem og á árlegum formannaráðsfundum.
Í stjórninni eiga fimm konur sæti og tvær til vara. Landsþing fer með æðsta vald í málefnum sambandsins, á milli landsþinga fer formannaráð með æðsta vald. Í formannaráðinu sitja formenn héraðs-og svæðissambanda KÍ, formenn kvenfélaga með beina aðild að KÍ og stjórn KÍ.
Stjórn KÍ hefur á hendi framkvæmd þeirra mála sem landsþing og formannaráð ákveða hverju sinni.

Stjórn K.Í

Forseti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Varaforseti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Gjaldkeri: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ritari: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Meðstjórnandi: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Varastjórn: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skrifstofa KÍ.
Aðsetur KÍ og skrifstofa er í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.
Skrifstofa KÍ  þjónustar og aðstoðar kvenfélögin og sinnir daglegum rekstri og er málsvari KÍ.

Framkvæmdastjóri Kvenfélagasambands Íslands er
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skrifstofan er opin frá 10.00-16.00 mánudaga - fimmtudaga.
Sími skrifstofunnar er 552-7430
Fax skrifstofunnar er  552-7073 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands