Dagur kvenfélagskonunnar 1. febrúar

1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í yfir 140 ár.  Það var enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.

Kvenfélög og kvenfélagskonur eru hvattar til að muna eftir deginum og jafnvel gera sér dagamun hver og ein eða saman, en einnig að vera tilbúnar til að taka á móti hamingjuóskum og athygli þennan dag.
Ekki er ætlast til þess af kvenfélagskonum að þær standi sjálfar að hátíðahöldum þennan hátíðisdag.
Mörg kvenfélög minnast dagsins þó með ýmsum hætti og er það auglýst innan kvenfélaganna og héraðssambanda þeirra.

Stjórn og starfsfólk Kvenfélagasambandsins óska öllum kvenfélagskonum til hamingju með daginn og þakkar þeim það góða starf sem þær vinna í sínu samfélagi. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands