Skilafrestur framlengdur í Smásögusamkeppni Húsfreyjunnar til 20. mars nk.

Skilafrestur í Smásögusamkeppni Húsfreyjunnar hefur verið framlengdur til 20. mars 2024.

Lumar þú á góðri sögu?

Smásagnasamkeppni Húsfreyjunnar er kynnt á nýjan leik.

Smásagnasamkeppnin er öllum opin og efnisval frjálst. 

Reglur keppninnar:
- Sagan má ekki hafa birst áður á prenti eða í fjölmiðli.
Fjöldi orða skal vera um 1500.
- Senda skal söguna útprentaða á pappír merkta dulnefni
ásamt lokuðu umslagi merkta sama dulnefni með upplýsingum
um höfund sögunnar ásamt nafni, heimilisfangi,
netfangi og símanúmeri.
- Smásagan skal hafa borist til Húsfreyjunnar fyrir
20. mars 2024. Utanáskriftin er: Húsfreyjan – smásaga,
Hallveigarstöðum, Túngata 14, 101 Reykjavík.

Dómnefnd mun koma saman og velja 12 bestu smásögurnar sem fyrirhugað er að birta í Húsfreyjunni. Skýrt verður frá úrslitum í 2. tölublaði tímaritsins 2024 og fyrsta sagan birt og aðrar sögur sem verða valdar verða svo birtar í næstu tölublöðum. 

Sagan má ekki hafa birst áður á prenti eða í fjölmiðli. Fjöldi orða skal vera um 1500.

Dómnefnd:

Heiðrún B. Eyvindardóttir, safnstjóri Bókasafns Árborgar, Lilja Magnúsdóttir, rithöfundur og íslenskukennari og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. 

Nánar í 3. tölublaði Húsfreyjunnar - 

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.   Færð strax aðgang að fyrri blöðum rafrænt, getur svo valið hvort þú vilt blöðin eingöngu rafrænt eða líka fá þau send til þín. 

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands