Veikleikar í nútímasamfélagi

– nýjar hættur eða gamlar áskoranir?

NORRÆNA BRÉFIÐ 2020 - FRÁ SVÍÞJÓÐ

Höfundur: Misse Wester prófessor við Háskólann í Lundi

Misse westersmall IIÞað liggur í augum uppi að samfélagið stendur frammi fyrir fleiri áskorunum og meiri hættum en nokkru sinni fyrr. Mikið af sameiginlegum sjóðum samfélagsins eru notaðir til að koma í veg fyrir eða draga úr ófyrirséðum atburðum og neikvæðum afleiðingum þeirra. Augljóslega eru þessir ferlar, áhættugreining og viðbragðsáætlun, grundvallaðir á tölfræðilegum útreikningum. Í fljótu bragði má álykta að þar sem stærsta váin liggur, þangað fer mesta aðstoðin/úrræðin. Það er þó ekkiraunin. Forgangsröðun áhættuþáttanna fer eftir forsendum og gildismati á þeim. Til dæmis hafa börn hærra verndargildi en aðrir hópar. Þetta getur einnig átt við hættur sem steðja að fámennum hópum samfélagins vegna hvers konar glæpastarfsemi. Það er lögð meiri áhersla á að koma í veg fyrir hættur af þeirra völdum en hættur sem hafa áhrif á stærri samfélagshópa. Hvernig ólíkir hópar upplifa mismunandi hættur og hvað eru ásættanlegar afleiðingar, hefur áhrif á forgangsröðun hjá valdhöfum hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð, óháð því hversu algeng viðkomandi hætta er. Sú staðreynd að við skynjum og forgangsröðum hættu á mismunandi vegu hefur einnig áhrif á hegðun okkar sem einstaklinga.

Ef við upplifum að eitthvað ógni heilsu okkar og vellíðan er raunhæft að gera ráð fyrir því að hver og einn bregðist við, til að draga úr þeirri ógn.

Viljum vekja athygli á því að viðvera starfsmanns á skrifstofu KÍ á Hallveigarstöðum mun raskast næstu vikurnar vegna COVID-19 faraldursins 

Starfsmaður KÍ er með barn í grunnskóla og er því bundin takmörkum hversu mikið hún getur verið á skrifstofunni.  Hún svarar þó í símann heimavið þegar ekki á skrifstofunni. Ef þið eigið brýnt erindi á skrifstofuna, þá endilega hringið eða sendið tölvupóst og við mælum okkur mót á Hallveigarstöðum. 

Starfsmaður mun kappkosta að láta starfið þó ekki raskast að öðru leyti. 

 

Farið með vel með ykkur.   

Í tilefni aðstæðna vegna heimsfaraldrar Covid-19 veirunnar hefur fresturinn til skráninga á Norræna sumarþingið í júní verið framlengdur til 30. april 2020.

Við munum að sjálfsögðu fylgjast vel með þróun mála og staðan  metin aftur er nær dregur.

Það er því ekki nauðsynlegt fyrir ykkur að taka ákvörðun núna strax um skráningu á þingið.  Vonandi gengur þetta hratt yfir og við getum hist saman allar hressar og kátar á Norrænu sumarþingi í júní nk.

Við viljum í leiðinni hvetja ykkur að því að gæta að félagskonum sem eru í áhættuhóp vegna Covid-19 og hvetjum ykkur allar til að fara í eftir leiðbeiningum Almannavarna og Landlæknis sem eru uppfærðar reglulega.  

Vinsamlega komið þessum skilaboðum til ykkar félagskvenna. Þannig styðjum við hvor aðra og samfélagið til að komast í gegnum þennan faraldur.

Sjá hér að neðan sem tekið er af síðu Landlæknis í dag 12.mars 2020

Hverjir eru í mestri hættu á að smitast af COVID-19?
Nánir aðstandendur einstaklinga sem hafa veikst af COVID-19 eru í mestri hættu á að smitast sjálfir. Einstaklingar sem í starfi sínu eða félagslífi umgangast náið mikinn fjölda einstaklinga eru einnig í meiri smithættu en þeir sem umgangast fáa aðra. Handhreinsun og almennt hreinlæti eru mikilvægasta vörn gegn smiti.

Húsfreyjan forsíða1.tbl2020SmallFyrsta tölublað Húsfreyjunnar 2020 er komið út og hefur verið sent til áskrifenda. Húsfreyjan er að þessu sinni tileinkuð 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands (KÍ). En sambandið var stofnað þann 1. febrúar 1930. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendir afmæliskveðju í blaðinu til Kvenfélagasambandsins. Í tilefni afmælisins hittust þær konur sem gegnt hafa embætti forseta Kvenfélagasambands Íslands og eru nú lifandi, mynd þeirra er forsíðumynd þessa fyrsta tölublaðs ársins. Í blaðinu er svo að finna nánari kynning á þessum kjarnakonum og sagt frá störfum þeirra fyrir sambandið og saga sambandsins rifjuð upp. Sagt er frá heimsókn KÍ kvenna til Bessastaða þann 1. febrúar sl. í tilefni afmælisins og upphafs landssöfnunarinnar „Gjöf til allra kvenna“.
Í blaðinu er einnig að finna upprifjun á afmæli Húsfreyjunnar á sl ári og úrslitum úr Ljóðasamkeppnininni sem fram fór á síðasta ári, og birt tvö ljóð úr samkeppninni. Ásdís Sigurgestsdóttir snýr nú aftur með umsjón á Handavinnuþætti Húsfreyjunnar og gefur lesendum prjónauppskrift af Duggarapeysu, fallegum handstúkum/vettlingum og saumaverkefni sem er Ráptuðra af fínni gerðinni. Það er Húsmóðir Hallveigarstaða Ásdís Hjálmtýsdóttir sem gefur uppskriftir í Matarþættinum að þessu sinni. Þar er að finna uppskriftir semallir ættu að geta nýtt sér fyrir næstu veisluhöld. Eins og sl. ár er birt í fyrsta tölublaði ársinins Norræna bréfið og að þessu sinni er það Misse Wester prófessor við háskólann í Lundi. Í bréfinu ræðir hún um Veikleika í nútímasamfélagi sem á einstaklega vel við þessa dagana. Njótið lestursins.

 

Á forsíðumyndinni eru f.v. í fremri röð; Sigurlaug Viborg, Guðrún Þórðardóttir, og Stefanía María Pétursdóttir og í aftari röð, Helga Guðmundsdóttir, Drífa Hjartardóttir og Una María Óskarsdóttir.

Húsfreyjan kemur út 4x á ári og seld í áskrift og í lausasölu víða um land.

 

Formannaráð Kvenfélagasambands Íslands kom saman á 60. fundi formannaráðs í Hótel Kríunesi helgina 28. - 29. febrúar 2020.

Góð mæting var á fundinn og voru fulltrúar frá flestum héraðssamböndum sem tilheyra KÍ. Fundurinn hófst á gefandi erindi frá Séra Jónu Hrönn Bolladóttur sóknarpresti í Garðasókn. Ræddi hún um gildin Kærleikur- samvinna - virðing og mikilvægt framlag kvenfélaganna með sínu starfi og söfnun KÍ sem nú stendur yfir. Þar sem þetta var aðalfundur voru lagðar fram skýrslur og reikningar og fjárhagsáætlun KÍ fyrir árið 2020 lögð fram.

Bryndís Steina Friðgeirsdóttir formaður Félags kvenna í Kópavogi (FKK) sagði frá fyrsta starfsári félagsins og Harpa Hjálmtýsdóttir stjórnarkona í FKK var með skemmtilegt happadrætti yfir kvöldverðinum þar sem flestar fundarkonur fengu vinning. Samverunni var svo fram haldið eftir kvöldmat og áttu konur þar góðar stundir og efldu þannig tengslin og kynntust hvor annarri betur.

Á Laugardeginum var svo fundi haldið áfram og voru þau verkefni sem KÍ stendur fyrir á árinu gerð skil. Sagt meðal annars frá þeim verkefnum sem fengust styrkir fyrir á þessu ári. Þar má nefna Vitundarvakning um fatasóun, menning og saga KÍ í 90 ár og samstarfsverkefnið Loftslagsvernd í verki með Landvernd. 

Samstarfið innan NKF var krufið í hópavinnu og gaf þannig stjórn gott veganesti á næsta stjórnarfund NKF. En sumarþing NKF verður að þessu sinni haldið á Íslandi í Reykjanesbæ og eru skráningar á það hafnar sjá : https://www.kvenfelag.is/norraent-sumarthing-2020-skraning Þema þingsins er "Konur, loftslag og kraftur jarðar".  Allar kvenfélagskonur eru velkomnar á þingið.

Evrópuþing ACWW var einnig kynnt en það fer fram í Glasgow í Skotlandi í október. Sjá nánar hér.

Stjórnarkjör fór fram og er stjórn óbreytt þar sem Sólrún Guðjónsdóttir ritari og Björg Baldursdóttir varastjórnarkona gáfu kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Hér hefur aðeins verið farið yfir hluta þess sem fram fór og var rætt á fundinum. Það var samhljóma álit þeirra sem mættu á fundinn að fundarstaðurinn hefði verið framar vonum góður og andinn góður á fundinum. Stjórn KÍ þakkar öllum þeim sem mættu á fundinn kærlega fyrir góða helgi og hlakkar til góðs samstarfs á árinu. 

Fundurinn samþykkti og sendir frá sér eftirfarandi ályktanir:

60. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands haldinn í Kópavogi 28. -29. febrúar 2020, skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja að greining og meðferð krabbameinssjúkra verði snögg, skilvirk og flæði þjónustu gott. Nauðsynlegt er að stytta biðtíma og tryggja að þjónustan verði samfelld frá greiningu til loka meðferðar. Eins er gríðarlega mikilvægt að allir hafi greiðan aðgang að þjónustunni.

---

60. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn í Kópavogi 28.- 29. febrúar 2020, skorar á heilbrigðisráðherra að koma sem fyrst af stað reglubundinni skimun fyrir ristilkrabbameini. Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið og oft einkennalaust. Því er mikilvægt að hefja skimun sem fyrst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óþarfa álag og kostnað.

---

60. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn í Kópavogi 28. og 29. febrúar 2020 skorar á Ríkisstjórn Íslands að standa vörð um mannréttindi sem eru eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Ekki má gleyma því að réttindi kvenna eru mannréttindi. Þau réttindi sem þegar hafa áunnist má ekki taka til baka. Fundurinn vísar í áskorun Alheimssamtaka dreifbýliskvenna, Associated Country Women of the world (ACWW) þess efnis. https://www.acww.org.uk/cswletter.html

---

 

 

 

 

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands