Veisluhald

Smáréttahlaðborð:

Varðandi magn í á að giska tveggja tíma boð er miðað við u.þ.b. 12 -15 bita á mann ef um er að ræða pinnamat, en 10 bitar gætu dugað ef boðið er upp á eina tegund af tertu eða kransaköku líka, sem getur verið mjög viðeigandi, fer auðvitað eftir tilefninu.

Hugmyndir fyrir slíkt boð:

Litlar kjöt- eða fiskbollur (gott að útbúa fyrirfram og frysta)
Litlar samlokur með t.d. lifrarkæfu, túnfisk- eða skinkusalati
Vatnsdeigsbollur fylltar með smurosti
Lítil horn með skinkufyllingu
Brauðrúllur með laxakremi
Döðlur fyllar með smurosti (bragðbættum m/líkjör)
Litlar gerbollur með ýmiskonar fyllingum
Smápítsur með pepperoni/skinku, sveppum o.fl.
Pylsubitar vafðar með beikoni og steiktar
Ferskt gænmeti skorið í bita t.d. sellerí, paprika gulrætur, blómkál og agúrka og bera ídýfu með
Steiktir kjúklingavængir, kryddsósa borin með
Ostapinnar, skreyttir, mjúkir ostar, kex
Ostakúla, krydduð, auðvelt að gera fyrirfram
Melónukarfa, mjög fallegt á borði, fylla með jarðarberjum, melónukúlum og vínberjum
Súkkulaðihjúpuð jarðarber
Litlar kransakökur og/eða konfekt
Terta ef vill

 

Síðan eru ýmsar útgáfur af tapassnittum, sem hægt er að útbúa fyrirfram.
Drykkir með smáréttahlaðborðum eru gjarnan létt vín, gosdrykkir og/eða áfengislaust vín.

 

Um að gera að láta hugmyndaflugið ráða bæði hvað varðar veitingar og borðskraut.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands