Erlent samstarf

Kvenfélagasamband Íslands er aðili að Norrænu kvennasamtökunum, NKF og Alþjóðasambandi dreifbýliskvenna, ACWW.

Norrænu kvennasamtökin
Nordens Kvinneforbund - NKF (hét áður Nordens husmoderforbund) Norrænu kvennasamtökin voru stofnuð árið 1919 og gekk KÍ til liðs við þau árið 1949. Norðurlöndin skiptast þar á formennsku, sökum fjárskorts tók Ísland þó ekki við formennsku fyrr en árið 1976 er Sigríður Thorlacius, þáverandi forseti KÍ, varð formaður samtakanna. Á árunum 1996-2000 var Drífa Hjartardóttir þáverandi forseti KÍ formaður þeirra. Árið 2016 tók Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ við foremnnsku samtakanna. 

Árlega er haldið sumarþing NKF, þar er tekið á þeim málefnum sem NKF og aðildarsamtök þeirra láta sig varða. 
Á Norrænu þingunum gefst gott tækifæri til að kynnast Norrænum kvenfélagskonum og starfi kvenfélaga þeirra. 
Lagt er upp með að umhverfi þess staðar sem þingið er haldið á sé kynnt fyrir þátttakendum og farnar kynnisferðir um nágreni staðarins. Oftast er þinggestum boðið á í heimsókn á heimili kvenfélagskvenna til að efla og styrkja kynni milli þeirra.
Þingin eru haldin til skiptis á Norðurlöndunum.
Sumarið 2008 var NKF þing haldið á Akureyri, yfirskrift þess var, „Fleiri karla í kvennaliðið”- jafnrétti - heilsa - hannyrðir.
Sumarið 2012 var NKF þingið haldið í Reykjavík, yfirskrift þess var: Kraftur kvenna!
Sumarið 2016 var NKF þingið haldið í Vestmannaeyjum, yfirskrift þess var „Lifað í sátt við náttúruna".
 

Alþjóðasamband dreifbýliskvenna
Associated Country Women of the World - ACWW, Alþjóðasamband dreifbýliskvenna (ACWW) var stofnað árið 1929 (hét áður Alþjóðasamband húsmæðra)  KÍ gerðist aðili að ACWW árið 1980. ACWW heldur alþjóðaþing á þriggja ára fresti, Alþjóðaþing var síðast haldið í Englandi í ágúst 2016. Heimsþing ACWW verður næst haldið í Melbourne í Ástralíu í april 2019. 
Fulltrúaráðsfundir eru haldnir tvisvar á milli þinga og svæðisþing Evrópusambands ACWW eru haldin á þriggja ára fresti. Vorið 2014 var svæðisþing í Bergen í Noregi og þar áður í Dublin á Írlandi árið 2011. Síðasta evrópuþing var haldið í Tirgu Mures í Rómaníu i september 2017.
Um 9 milljónir kvenna í 70 löndum um allan heim eru meðlimir í ACWW, hafa samtökin staðið að mörgum þörfum og merkum málefnum, eitt af því er stuðningur við konur í s.k. þróunarríkjum. 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands