
Vorblað Húsfreyjunnar er komið út
Annað tölublað Húsfreyjunnar er komið út og er í takt við árstíðina vorlegt og vandað að venju.
Forsíðuviðtalið að þessu sinni hefur yfirskriftina frá Sádi-Arabíu til Siglufjarðar, en þar er rætt við Ólöfu Ýr Atladóttur sem starfaði í þrjú ár við uppbyggingu ferðaþjónustu við Rauða hafið. Hún gegndi áður embætti ferðamálastjóra á Íslandi. Ólöf rekur nú ferðaþjónustufyrirtæki á Tröllaskaga. Í blaðinu er einnig viðtal við Önnu Silfu Þorsteinsdóttur, sem segir frá hönnun sinni undir nafninu Anna Silfa skart. Meðal annars skart sem nýtist líka sem vinnutól í prjónaskap. Í blaðinu er sagt frá starfi 100 ára starfi Kvenfélags Keldhverfinga og 70 ára sögu Kvenfélags Garðabæjar. Smásagan að þessu sinni er eftir Sigríir Helgu Sverrisdóttir og heitir Ferðin heim.
...
Lesa nánarSkrifstofan lokuð vegna Heimsþings ACWW
Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands og Húsfreyjunnar verður lokuð dagana 15. - 26. maí vegna farar starfsmanns okkar á Heimsþing Alþjóðasambands dreifbýliskvenna (Associated Country Women of the World - ACWW). Þingið er að þessu sinni í Kúala Lúmpúr í Malasíu. En þangað fara 10 kvenfélagskonur víða af landinu ásamt einum eiginmanni. Þar af þrír fyrrum forsetar KÍ. Búist er við um 500 þátttakendum sem koma allstaðar af úr heiminum, á þingið sem stendur yfir dagana 17.- 25. maí. Við bendum á að á meðan skrifstofan er lokuð er hægt að senda tölvupóst á kvenfelag@kvenfelag.is vegna málefna KÍ og á husfreyjan@kvenfelag.is vegna Húsfreyjunnar. Áríðandi erindum verður svarað eins og kostur er. ...
Lesa nánar
Aðalfundur Kvenfélagasambands Kópavogs
Þann 8.maí var aðalfundur Kvenfélagasambands Kópavogs (KSK) haldinn. Í sambandinu eru tvö kvenfélög; Freyja félag framsóknarkvenna í Kópavogi og Félag kvenna í Kópavogi (FKK). Formaður KSK er Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir. Á fundinn mæta fulltrúar beggja kvenfélaga og formenn og fulltrúar úr Orlofsnefnd Kópavogs og Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, bæði félögin manna þær nefndir. Félög og nefndir fluttu skýrslur um starfsemi sína síðastliðið ár og venjuleg aðalfundarstörf voru afgreidd. Forseti Kvenfélagasambands Íslands (KÍ), Dagmar Elín Sigurðardóttir mætti á fundinn og sagði frá starfsemi KÍ, kynnti Húsfreyjuna og hvatti konur ti að taka þátt í starfi KÍ og gerast áskrifendur að Húsfreyjunni. Á fundinum voru einnig frá KÍ; Helga Magnúsdóttir ritari KÍ og Jenný Jóakimsdóttir frá skrifstofu KÍ.
...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5900 árið 2023 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 1990 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Styrktarverkefni ACWW í MALAVÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5900 árið 2023 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 1990 kr.
Nýjustu fréttir
Vorblað Húsfreyjunnar er komið út
01. júní 2023
Skrifstofan lokuð vegna Heimsþings ACWW
11. maí 2023
Aðalfundur Kvenfélagasambands Kópavogs
09. maí 2023
Ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna í Grímsnesi
02. maí 2023