• kvenfelag myndabanner 2019 01
  • kvenfelag myndabanner 2019 02
  • kvenfelag myndabanner 2019 03
  • kvenfelag myndabanner 2019 04

AusturHúnStjórnAðalfundur SAHK – Sambands austur-húnvetnskra kvenna var haldinn á Blönduósi, fimmtudaginn 2. maí.   Árið 2018 átti Sambandið 90 ára afmæli og var ákveðið að halda fjáröflunarsamkomu í tilefni afmælisins og að allur ágóði skyldi renna til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, til kaupa á baðlyftu.

Á aðalfundinum þann 2. maí 2019 afhenti síðan stjórn Sambandsins formanni stjórnar Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, Sigurlaugu Hermannsdóttur, afraksturinn að fjáröflunarsamkomunni peningagjöf að fjárhæð 725 þúsund krónur til kaupa á baðlyftu fyrir heilbrigðisstofnunina.

Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands mætti á fundinn og ávarpaði fundargesti og færði Sambandinu gjöf í tilefni 90 ára afmælisins, skrautritaða gestabók myndskreytta af Lindu Ólafsdóttur listakonu.

Kvenfélögin í Sambandinu eru sex og kvenfélagskonur eru 78. Starfsemi kvenfélaganna er mikilvæg í samfélaginu og fjölbreytt. Kvenfélögin hlúa að líknarmálum, menningarmálum, menntamálum, og umhverfismálum, fyrst og fremst í heimahéraði. Árið 2018 námu gjafir/styrkir kvenfélaganna í SAHK samtals um 1,5 milljónir króna.

forsidaHusfreyjan2.tbl2019Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í einlægu forsíðuviðtali og deilir með lesendum sögum af uppvexti sínum, upplifunum í einkalífi og stjórnmálastarfinu. Matarþátturinn er að sjálfsögðu á sínum stað þar sem Albert Eiríksson deilir með okkur sumarlegum réttum sem gott er að bjóða góðum gestum. Nýr þáttastjórnandi Handavinnuþáttarins er kynnt til leiks, en það er hún Steinunn Þorleifsdóttir textílkennari, hún býður okkur upp á hekluppskrift af borðkörfu sem má t.d. hekla úr gömlum bómullarbolum, prjónauppskriftir af fallegum barna- og fullorðinshúfum og saumaverkefni sem tilvalið er vinna úr gömlum gallabuxum eða öðru sem ekki er lengur not af.  Þeba Björt Karlsdóttir stjórnarkona í Félagi fagkvenna segir lesendum frá sjálfri sér og félaginu í viðtali við ritstjóra. Elín Aradóttir sem býr að Hólabaki í Húnavatnshreppi og rekur þar eigið fyrirtæki á sviði vefnaðar- og gjafavöruframleiðslu undir vörumerkjunum Lagður og Tundra svarar spurningum Húsfreyjunnar. Auk þess eru meðal annars í blaðinu frásögn frá Kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna, ferðaráð ritstjórans og nánari upplýsingar um Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar. 

Smelltu hér til að gerast áskrifandi. 

Hér má finna lista yfir sölustaði Húsfreyjunnar í lausasölu

Á döfinni

Húsfreyjan

Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5400 árið 2019 fyrir fjögur tölublöð.  Blaðið í lausasölu kostar 1795 kr. 

forsidaHusfreyjan2.tbl2019

  
 
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Styrktarverkefni ACWW í MALAVÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
logo.png
askorun2014.png

Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?

Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5400 árið 2019 fyrir fjögur tölublöð.  
Blaðið í lausasölu kostar 1795 kr.

Fylgstu með okkur á Facebook

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands