
Kvenfélagasamband Íslands býður á rafræna ráðstefnu NKF þann 28. apríl nk.
Rafræn ráðstefna NKF verður haldin á Zoom og með streymi á facebook.
Ráðstefnan fer fram á sænsku.
Sjá nánar um ráðstefnuna hér: ...
Lesa nánar
Norræna bréfið - Alma D. Möller
COVID-19: Samstaða og samvinna þjóðar og þjóða
Heimsfaraldur COVID-19 hefur litað allt okkar líf á liðnu ári og margir eiga um sárt að binda vegna hans. Þjóðir hafa tekið hver með sínum hætti á málum, út frá mismunandi forsendum; skipulagi, lögum, menningu, gildum og fleiru. Það verður áhugavert þegar lengra líður að gera upp faraldurinn og aðgerðir gegn honum í þeim tilgangi að læra hvert af öðru um áhrif faraldurs og sóttvarnaráðstafana á lýðheilsu, hagkerfi og samfélagið í heild.
Á Íslandi hófst markviss undirbúningur þegar í janúar. Unnið var samkvæmt lögum um sóttvarnir, lögum um almannavarnir og Áætlun um heimsfaraldur. Miklu hefur skipt að skýr lög og ferlar voru til staðar og að til var lager af hlífðarbúnaði þannig að aldrei kom upp skortur.
Snemma varð ljóst að faraldurinn gæti orðið alvarlegur. Það markmið var sett að vernda nauðsynlega innviði samfélagsins, ekki síst heilbrigðiskerfið. Þar voru lykilatriði að ”fletja kúrfuna”, tryggja nauðsynlegan hlífðarbúnað og...
Lesa nánarHúsfreyjan er komin út
Fyrsta tölublað Húsfreyjunnar 2021 er komin út.
Að þessu sinni er það Kvenfélagskonan og sýkingavarnarhjúkrunarfræðingurinn Ása Steinunn Atladóttir sem er í aðalviðtalinu. Það hefur verið nóg um að vera hjá Ásu sl árið og hún deilir með lesendum lifshlaupi sínu og verkefnum.
Á haustdögum 2020 var síðasta sporið saumað í Njálurefilinn. Kristín Linda ritstjóri ræðir við aðalhvatakonur verkefnisins og segja okkur nánar frá því. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur skrifar um baráttukonuna Rannveigu Þorsteinsdóttur sem var þriðji forseti Kvenfélagasambands Íslands. Í þessu fyrsta tölublaði er einsog venja birt Norræna bréfið sem Alma Möller landlæknir skrifaði. Norræna bréfið er birt af Norrænu kvennasamtökunum NKF ár hvert og skipta löndin með sér að fá aðila til að skrifa bréfin. Ný umsjónarkona hefur nú tekið við handavinnuþætti Húsfreyjunnar. Það er Ragnheiður Eiríksdóttir prjónahönnuður og hjúkrunarfræðingur sem að þessu sinni gefur meðal annars lesendum uppskrift að spenn...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5900 árið 2020 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 1990 kr.
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Styrktarverkefni ACWW í MALAVÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5900 árið 2021 fyrir fjögur tölublöð.
Blaðið í lausasölu kostar 1990 kr.
Nýjustu fréttir
Norræna bréfið - Alma D. Möller
23. mars 2021
Húsfreyjan er komin út
11. mars 2021
Gjöf til allra kvenna á Íslandi - fréttir
01. mars 2021