Skýrslur kvenfélaga og héraðssambanda

Nýtt fyrirkomulag á skilum á skýrslum kvenfélaga og sambanda.!

 

Nú hafa öll kvenfélög og sambönd fengið úthlutað netfang xxx(hjá)kvenfelag.is   og þau verið send á formenn. 

Á það netfang verður síðan sent á hverju ári slóð/linkur á skýrsluna til að fylla út rafrænt á netinu. 

Þann 24. janúar 2019 var send slóð á skýrsluform 2018.

 

Vinsamlega athugið við útfyllingu skýrslunnar eftirfarandi: 

Ef þið hafið verið að fá villur upp, þ.e. rauðan texta.. vinsamlegast athugið eftirfarandi:

Ef skýrslan vill ekki vistast þá er ástæðan villan sem þið fenguð upp með rauðu.

Þá þarf að fara til baka í vafrann og lesa villuna... hún segir hvað var í gangi.

T.d. getur verið um það að ræða að þið hafið slegið inn of mikið af upplýsingum í kennitölu reit, en þar má ekki slá inn meira en 10 stafi (engin bil eða bandstrik).

Það getur verið um að ræða of mikið af upplýsingum í reit fyrir símanúmer, en þar má bara slá inn 7 stafi, engin aukatákn, bara tölustafina.

Einnig á ekki að slá inn neitt nema tölustafi i reiti fyrir upphæðir. s.s. enga punkta og engan texta  T.d. i reitinn gjafir..

Almenna reglan er sú við innslátt gagna á tölvu að ef villa kemur upp við vistun, þá eru gögnin ekki vistuð.

Ef vafrinn er ennþá opinn með villunni, þá getið þið farið til baka lagfært villuna og vistað aftur.

-------------

 

Ef þú hefur ekki fengið úthlutað netfangi fyrir þitt kvenfélag vinsamlega hafðu þá samband við skrifstofu í síma 5527430  eða með tölvupósti kvenfelag(hjá)kvenfelag.is 

Til að komast inn í vefpóstinn er farið inn á vefpostur.1984.is 

Hægt er að setja upp póstinn í öll tölvupóstforrit sjá nánar um það hér

Ekki hika við að hafa samband við Jenný á skrifstofunni og hún aðstoðar þig og leiðbeinir ef þú ert í einhverjum vafa með þetta.

Einnig er hægt að hafa samband við 1984.is í síma: 5641984 varðandi tæknimál tölvupósts. 

 

----------------------------

 

Tilkynningar um nýja stjórn kvenfélags

Þú getur vistað skjalið hér að neðan í tölvuna þína til að fylla út skjal um nýja stjórn kvenfélags.

Sendir svo skjalið á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Tilkynning_um_nyskipada_stjorn_kvenfelags_feb2014_final.pdf

Login Form

Notendanafn er sama og kennitala áskrifanda.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands