Sýndu hvað í þér býr, félagsmálafræðsla

undirritun samnings um félagsmálanámskeiðUngmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr.“ Þessir aðilar skrifuðu í dag undir samstarfssamning þar að lútandi í höfuðstöðvum UMFÍ við Laugaveg 170 í Reykjavík.Hlutverk námskeiðsins er sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum.  Þátttakendur fá æfingu í framkomu, framsögn og þjálfun í fundarsköpum. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sagði eftir undirskriftina vonast eftir því að námskeiðin yrði þátttakendum skemmtileg og umfram allt gagnleg. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, tók undir orð formanns UMFÍ og sagði tímasetningu námskeiðanna góða í þeim erfiðleikum sem samfélagið er að fara í gegn um einmitt um þessar mundir. Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands, lýsti ánægju með samstarfið sem væri kvenfélagasambandinu ómetanlegt. Hún vonaðist eftir að konur yrðu duglegar að taka þátt í námskeiðunum.Sigurður Guðmundsson hefur verið ráðinn til að stjórna félagsmálafræðslunni en hann er íþróttafræðingur að mennt en sem slíkur útskrifaðist hann frá Háskólanum í Reykjavík á sl. vori.Ákvarðanir um fundarstaði í vetur munu birtast í fjölmiðlum og á heimasíðum samstarfsaðila.

Áhugasömum er einnig bent á að afla sér frekari upplýsingar um verkefnið  hjá Guðrúnu Snorradóttur landsfulltrúa UMFÍ í síma 848-5917 og á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og  Sigurði í síma 861-3379 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands