Evrópuþing ACWW verður haldið í Búkarest, Rúmeníu dagana 13. - 17. október 2025.
Nýjustu fréttir! Skráningar eru opnar á: https://acww.org.uk/europe-2025
Þingstaður: Phoenicia Grand Hotel
Hótelið er staðsett aðeins 25 mínútur frá alþjóðaflugvellinum í Búkarest (flugvallarkóði OTP). Í boði er gisting í einstaklings- eða tveggja manna herbergjum.
Gestgjafafélag er Femeia Mileniului III (Konur þriðja árþúsundsins)
Búkarest er staðsett í hjarta Austur-Evrópu og er þekkt sem "París Austursins" og býður gestum upp á ógleymanlega upplifun.
Rúmenía er land sem er fullt af sögu, menningu og þjóðtrú. Er fæðingarstaður hinnar goðsagnakenndu Drácula, en saga hans lifnar við í Bran-kastala í Transylvaníu. Fyrir utan goðsagnirnar er Rúmenía land andstæðna—frá iðandi götum Búkarest til friðsæls andrúmslofts sveitaþorpa og stórkostlegra kastala.
Drög að dagskrá
Mánudaginn 13. október - komudagur og gestgjafafélagið Femeia Mileniului III (Konur þriðja árþúsundsins) taka á móti gestum. Skráning fer fram síðdegis og kvöldverður það kvöld er innifalinn í skráningargjaldi.
Þriðjudagur 14. október - opnunarhátíð, þingfundir og skýrslur frá aðildarfélögum á svæðinu.
Miðvikudagur 15. október -þingfundir halda áfram ásamt fyrirlestrum, umræðum og leiðtogafundi um valdeflingu kvenna.
Fimmtudagur 16. október - boðið upp á skoðunarferð um borgina og þinghöllina; um kvöldið er hátíðarkvöldverður með móttöku.
Föstudaginn 17. október - heimferð
Skráningargjald
Innifalið í skráningargjaldi er gisting, þinggjald, veitingar á fundum, morgunverðir, hádegisverðir og kvöldverðir á þinginu, hátíðarkvöldverður og dagsferð á fimmtudegi.
Tveggja manna herbergi pr. mann - 110.000 kr (659 GBP)
Einstaklings herbergi - 131.000 kr (778 GBP)
Eftir 1. júní 2025 verða skráningargjöld:
Tveggja manna herbergi pr. mann – 117.000 kr (693 GBP)
Einstaklings herbergi– 136.500 kr (811 GBP)
*Öll verð eru samkv. gengi í apríl 2025
Athugið að flug er bókað sérstaklega og er ekki innifalið.
Lokaskráning fer fram 31. júní 2025. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.
Skráningar fara fram á vef ACWW: acww.org.uk/europe-2025
Evrópuþing ACWW eru opin fyrir allar félagskonur innan KÍ.
Vinsamlega látið skrifstofu KÍ vita af öllum skráningum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sem veitir einnig allar nánari upplýsingar.
Athugið:
fljúga með SAS 13. okt. kl. 10:20 millilent í Kaupmannahöfn komið til Búkarest 21:10
Verð 35.785 Isk economy með tösku á mann
Flug 17. okt. frá Búkarest 15:10 millilent í Riga komið til Íslands 23:40
með Air Baltic 39.850 ISK á mann economy með tösku
Kvenfélagasamband Íslands er aðili að Alþjóðasambandi dreifbýliskvenna, ACWW.
Alþjóðasamband dreifbýliskvenna
Associated Country Women of the World - ACWW, Alþjóðasamband dreifbýliskvenna (ACWW) var stofnað árið 1929 (hét áður Alþjóðasamband húsmæðra) KÍ gerðist aðili að ACWW árið 1980.
Svæðisþing Evrópusambands ACWW eru haldin á þriggja ára fresti. Vorið 2014 var svæðisþing í Bergen í Noregi og þar áður í Dublin á Írlandi árið 2011. Evrópuþing var haldið í Tirgu Mures í Rómaníu i september 2017 og í Glasgow 2022, 18 konur mættu frá Íslandi.
Um 9 milljónir kvenna í 70 löndum um allan heim eru meðlimir í ACWW, hafa samtökin staðið að mörgum þörfum og merkum málefnum, eitt af því er stuðningur við konur í s.k. þróunarríkjum.