Kvenfélagskvöldkaffið okkar góða verður Miðvikudaginn 1.október 2025 kl: 20:00 á Zoom.
Kvenfélagskvöldkaffi á Zoom
Kvenfélagskvöldkaffið okkar góða verður Miðvikudaginn 1.október 2025 á Zoom.
Á fundinum kyndum við undir Viku einmanaleikans sem verður dagana 3. - 10. október.
Sérstakur gestur kvöldsins er Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, með erindi sitt: Félagslegir töfrar
Skráðu þig í forminu hér að neðan:
https://forms.gle/UwaCdH4MZ9BnfP9PA
Dagskráin hefst klukkan 20:00
Athugaðu að til að eiga möguleika á vinning í happadrættinu þarftu að skrá þig hér að neðan og vera viðstödd á fundinum þegar dregið er.
Zoom slóð verður send á skráða þátttakendur um hádegisbilið 1. október. Þær sem skrá sig eftir það geta verið með en eru þá ekki skráðar í happadrættið. Slóð verður svo birt hér og á heimasíðu KÍ seinnipart dags tímanlega fyrir fundinn 1. okt.
Fyrir allar kvenfélagskonur í KÍ hvar sem þær eru á landinu eða heiminum.
Þú mátt ekki missa af þessu!
Hristum okkur saman og eigum góða stund.
Dagskráin hefst formlega klukkan 20:00 en við opnum á Zoom klukkan 19:30 með fordrykk. Þar getum við byrjað á fyrsta kaffibollanum eða öðrum drykk að eigin vali og spjallað við aðra þátttakendur.
Vonumst til að sjá ykkur sem flestar.