Evrópuráðstefna ACWW haldin í fyrsta skipti á Íslandi.

Ráðstefna Evrópudeildar Associated Country Women of the World (Alþjóðasamband dreifbýliskvenna) var sett í fyrsta skipti á Íslandi á Nordica Hotel Reykjavík í blíðskaparveðri þann 18. maí 2005. Opnunarhátíðin hófst klukkan 9:00 í yfirfullum ráðstefnusal. Ráðstefnugestir voru frá Albaníu, Austurríki, Belarus, Búlgaríu, Króatíu, Tékklandi, Danmörku, A-Malasíu, Englandi, Eistlandi, Finnlandi, Þýskalandi, Hollandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Lettlandi, Litháen, N-Írlandi, Noregi, Rúmeníu, Rússlandi, Skotlandi, Slóveníu og Wales.
Yfirskrift ráðstefnunnar ber nafnið "Winning the Way for Women".
Dagskrá fyrsta dags Evrópuráðstefnunnar var eftirfarandi:

09:00
Helga Guðmundsdóttir forseti KÍ setti ráðstefnuna og bauð þátttakendur hennar velkomna til Íslands
May Kidd forseti Evrópuráðs ACWW bauð gesti velkomna á ráðstefnuna
Karlakórinn Fóstbræður söng nokkur alþýðulög undir stjórn Árna Harðarsonar
Árni Magnússon félagsmálaráðherra flutti ávarp sitt.
Dato Ursula Goh alþjóðaforseti ACWW ávarpa ráðstefnugesti
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og heiðursgestur ráðstefnunnar flutti ávarp sitt "The inspiration of Iceland"
Ráðstefnugestir sungu "Songs of Peace" við píanóundirleik undir stjórn forsöngvara

10:45 Kaffihlé til 11:15

Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar H.Í. flutti ávarpið "Women Create Wealth"
May Kidd Evrópuforseti ACWW las upp skýrslu ACWW
Sameiginlegt ávarp "Verkefni í brennidepli" um núverandi starf ACWW fluttu Janice Langley, Margaret Makay, Iluta Lace, Elita Jermolajeva og May Kidd.

13:00 Hádegisverður á Hotel Nordica til 14:00

Prófessor Bill Barbour hélt fyrirlestur um "Realising your Potential: a personal growth challenge"
Katerina Binova-Barbour flutti stutt erindi um "How to Master Fear"

15:30 Kaffihlé til 16:00

20:00-21:30
Skemmtikvöld á Nordica Hotel: "You entertain us"


F.v. May Kidd Evrópuforseti ACWW, Helga Guðmundsdóttir forseti KÍ, Kristín Kristinsdóttir sjórnarmeðlimur KÍ og Kristín Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KÍ og Tímarits Húsfreyjunnar taka á móti ráðstefnugestum við ráðstefnusal Nordica Hotel.


Sigurlaug G. Viborg, varaforseti KÍ og maki bíða brosmild eftir setningu ráðstefnunnar.


Helga Guðmundadóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands setur ráðstefnuna.


Nokkrir heiðursgestir ráðstefnunnar.

Árni Magnússon
Árni Magnússon félagsmálaráðherra flytur erindi sitt.

Vigdís Finnbogadóttir
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og heiðursgestur ráðstefnunnar flytur ávarp sitt "The inspiration of Iceland"

Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands flytur erindi
Forsetar ACWW með Vigdísi Finnbogadóttur fyrsta kvenforseta Íslands. May Kidd forseti Evrópuráðs ACWW er til vinstri frá Vigdísi og Dato Ursula Goh alþjóðaforseti ACWW til hægri.


F. v. Níelsa Magnúsdóttir ritari KÍ, Kristín Kristinsdóttir stjórnarmeðlimur KÍ, Hjördís Edda Broddadóttir framkvæmdastjóri Leiðbeiningastöðvar heimilanna og Kristín Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KÍ og Tímarits Húsfreyjunnar.


Fjöldasöngurinn "Songs of Peace" sunginn við undirleik May Kidd með hjálp forsöngvara.


Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar H.Í.flytur ávarpið "Women Create Wealth" í tengslum við átakið "Auður í krafti kvenna"


Guðrún Pétursdóttir og Helga Guðmundsdóttir, forseti KÍ skemmta sér vel við að hlýða á May Kidd forseta Evrópusambands ACWW flytja ávarp sitt.

F. v. May Kidd, Vigdís Finnbogadóttir og Helga Guðmundsdóttir.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands